Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 129

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 129
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 129 FÓLK Halldór G. Eyjólfsson er for-stjóri Sjóklæðagerðarinnar og hóf hann störf hjá fyrirtæk- inu um miðjan júní á þessu ári. Sjóklæðagerðin framleiðir vörur undir hinu þekkta vörumerki 66 Norður og rekur verslanir: „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími, mikið í gangi hjá okkur og hef ég verið mest lítið inni á skrifstofu, aðallega verið úti meðal starfsmanna, sem eru 100 á Íslandi og 200 í Lettlandi. Sjó- klæðagerðin starfar á mjög breiðu sviði, ekki bara í útivistarfatnaði sem hlotið hefur frábærar við- tökur síðustu árin, heldur einnig í vinnufatnaði. Þar erum við að sjálfsögðu mjög stórir í sjófatn- aðinum en einnig í vinnugöllum, buxum, samfestingum og öllum skófatnaði, öryggisskóm sem og stígvélum. Fyrirtækið hefur þrefaldað stærð sína á þremur árum og var því nauðsynlegt að fara í sérstakar aðgerðir til þess að bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar. Við sjáum strax árangur af þessari vinnu með auknum við- skiptum en sjáum jafnframt að hægt er að gera enn betur.“ Halldór er kvæntur Solveigu H. Sigurðardóttur lyfjafræðingi sem starfar við klínískar rann- sóknir og lyfjaskráningar hjá Eli Lilly á Íslandi: „Við eigum saman tvö frábær börn, Eyjólf Ásberg og Ásdísi Karen. Skólaganga mín hófst í Ísaksskóla og á ég þaðan mjög góðar minningar. Þaðan fór ég í Æfingadeildina og síðan í Haga- skóla sem var frábær tími, mjög góðir kennarar og skemmtilegir skólafélagar sem enn halda hóp- inn. Síðan lá leiðin í MH þar sem ég fór á eðlisfræðibraut. Ég tók þar alla stærðfræðiáfanga sem í boði voru, eða eina 16, því ég hafði ákveðið að verða verkfræð- ingur 6 ára gamall og hafði þegar spurt foreldra mína hvaða menn gerðu brýr og jarðgöng þegar við vorum á leið um Vestfirðina. Því næst fór ég í vélaverkfræði sem þá var 4 ára nám. Að því loknu fór ég til Danmerkur og lauk þar mastersprófi í rekstrarverkfræði.“ Þegar kemur að áhugamálum segir Halldór íþróttir vera stórt áhugamál hjá fjölskyldunni: „Ekki bara að maður sé mikill KR-ingur og Liverpool-aðdáandi heldur býr fjölskyldan að útsýni yfir KR-völlinn. Auk þess keppti ég sjálfur í fjölmörgum íþróttum á yngri árum, knattspyrnu, handbolta, körfubolta, fjálsum íþróttum og borðtennis svo að eitthvað sé nefnt, en fótboltinn var þó í mestu eftirlæti síðustu árin. Í dag stunda krakkarnir íþróttir, strákurinn er í fótbolta og körfubolta og stelpan í fót- bolta og fimleikum. „Sveitin“ er mikið áhugamál og er fjölskyldan að koma sér upp aðstöðu og nokkur trjárækt er í gangi hjá okkur. Sjálfur hef ég gaman af smíðum og hef verið að byggja upp bæði hús og sólpalla. Þá hef ég mjög gaman af því að fá vini í mat til okkar og reyni að vera duglegur að bjóða fólki heim. Stangveiði hefur einnig verið í uppáhaldi en því miður hefur tími til að stunda hana verið af skornum skammti und- anfarin ár.“ Halldór tók við starfi sínu í júní og var sumarfríið aðeins nokkrir dagar: „Fjölskyldan fór þó á Barðaströndina og hafði mjög gaman að skoða þann hluta landsins. Þar komst ég í síðustu bæjarfélögin sem ég átti eftir að heimsækja en nú hef ég komið á alla staði á landinu þar sem eru bæir eða sveitabyggð. Einnig fórum við í gömlu sveitina mína, Mývatnssveit, um versl- unarmannahelgina en þar var ég strákur í sveit í ein fimm sumur. Framundan er ferð sem mig hefur lengi dreymt um að fara með fjöl- skylduna, en það er til Liverpool á leik með Liverpool á Anfield- leikvanginum.“ Halldór G. Eyjólfsson: Ég hafði ákveðið að verða verkfræðingur 6 ára gamall og hafði þegar spurt foreldra mína hvaða menn gerðu brýr og jarð- göng þegar við vorum á leið um Vestfirðina. forstjóri Sjóklæðagerðarinnar hf. HALLDÓR G. EYJÓLFSSON Nafn: Halldór G. Eyjólfsson. Fæðingarstaður: Reykjavík 27. júlí 1966. Foreldrar: Karen Guðmundsdóttir og Eyjólfur Halldórsson (látinn). Maki: Solveig H. Sigurðardóttir. Börn: Eyjólfur Ásberg, 8 ára, og Ásdís Karen, 6 ára. Menntun: Vélaverkfræðingur frá HÍ 1990 og masters- próf í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1992.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.