Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 E I N K A R I T A R A R frumvörp voru undirbúin í ráðuneytinu og talsvert var gefið út af skýrslum. Mér fannst óskaplega gaman og lærdómsríkt að vinna í fjármálaráðuneytinu,“ segir hún. „Þar var oft mikið álag og mikið um að vera.“ Það sem kemur frá skrifstofu forstjóra þarf að vera vel unnið og Ólöf segist gjarnan lesa yfir og koma með ábendingar um orðalag og uppsetningu ásamt því að laga stafsetningu ef þarf. Í hverju er svo starf hennar fólgið? „Það má segja að ég haldi utan um tíma Magnúsar – og skipulegg hann eftir föngum. Ég bóka fundi og tala við þá sem óska eftir að hitta hann. Magnús er sífellt á ferðinni, enda vinnustaðurinn stór. Oft nær fólk ekki til Magnúsar en ég er til staðar og það er auðvelt að ná í mig og ég get oft leyst úr málum sem upp koma. Þetta á bæði við um hina fjölmörgu starfs- menn spítalans og fólk úti í þjóðfélaginu. Ég er líka ritari framkvæmdastjórnar spít- alans og undirbý fundi hennar og skrifa fundargerðir. Starfinu fylgir eðlilega tals- verð umsýsla með skjöl og náið samstarf við aðra ritara.“ Ólöf segir nauðsynlegt að hafa ánægju af samskiptum við fólk í því starfi sem hún er í. „Maður þarf að vera fljótur að átta sig og vera með skipulagið á hreinu.“ Magnús og Ólöf hafa unnið saman lengi. „Það er mikill kostur því ég veit oft hvernig hann vill leysa mál og get gert það án þess að ónáða hann,“ segir Ólöf. „Þetta samstarf krefst þess að ég geti unnið sjálfstætt. Magnús þarf að geta treyst því að hann geti látið mér í té verk- efni sem ég svo leysi af hendi eins og til er ætlast. Mér þykir þetta starf skemmti- legt og það er gríðarlega fjölbreytt. Ég er stöðugt að læra eitthvað nýtt á þessum stóra vinnustað og mér finnst það mik- ilvægur hluti starfsins enda vinnur hér mikið af góðu fólki. Það er gott að vinna fyrir Magnús og á milli okkar ríkir mikið traust.“ Ingibjörg hefur heldur óvenju- legan bakgrunn í starf ritara. Hún er geislafræðingur að mennt og vann á röntgendeild frá 1980 til 1991, en byrjaði að vinna í Kauphöllinni 1998. Hún er nýorðin fimmtug og býr í Mosfellsbæ. „Starf ritara forstjóra felur ekki lengur í sér að skrifa upp bréf eftir diktafóni,“ segir Ingibjörg. „Ég er að vísu aðeins í bréfaskriftum en það felst meira í því að setja bréfin upp eftir að hafa fengið texta í hendur. Annars eru hefð- bundin störf mín fólgin í því að fylgjast með dagbók Þórðar, taka við beiðnum um viðtöl frá innlendum og erlendum fréttamönnum og starfsfólki á fjármálamarkaði og sjá til þess að dagurinn gangi upp. Ég er honum til aðstoðar þegar hann heldur erindi, bý fyrst til format fyrir Power Point kynninguna og svo vinnur hann textann. Einnig bý ég til glærur úr efni frá honum ef þarf.“ Ingibjörg er einnig tengiliður þangað sem á að flytja erindin og sér um að samræma upplýsingar frá fólki ef um er að ræða samstarfs- verkefni. Hún sér einnig um gagnasöfnun og fundarboð á stjórnarfundi Kauphallarinnar. „Ég sé líka um að skipu- leggja ferðalög forstjórans. Það getur verið flókið því stundum þarf hann að vera á tveim stöðum í einu ef vel á að vera. Það getur þurft að kanna hvernig best og fljótlegast er að komast á milli staða, hvort nota á flugvél, bíl eða lest.“ Með ritarastörfum sínum fyrir Þórð sinnir Ingibjörg einnig skjalastjórnun í Kauphöllinni. Hún er líka aðalgjaldkeri og greiðir alla reikninga. Reikningaumsýslan er regluleg og greiðir hún reikninga tvisvar í viku að jafnaði. „Ég leysi af á símanum ásamt öðrum starfsmanni og þegar tækifæri gefst aðstoða ég aðra starfsmenn og sinni prófarkalestri,“ segir hún og bætir við: „Ritaraþjónusta fyrir forstjóra er starf þar sem eru álagstoppar en á milli er heldur rólegra og þá finnst mér sjálfsagt að nota tímann í að aðstoða aðra í fyrirtækinu eftir því sem þarf. Ingibjörg R. Guðjónsdóttir RITARI FORSTJÓRA KAUPHALLARINNAR OG SKJALASTJÓRI Ingibjörg Guðjónsdóttir er einkaritari Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. F í t o n / S Í A Við bjóðum viðskiptavinum Sparisjóðsins að velja eitt af þeim átta félögum sem við höfum ákveðið að styrkja í ár. Þá mun Sparisjóðurinn greiða 1.000 kr. fyrir hvern viðskiptavin sem tekur þátt. Auk þess geta allir, viðskiptavinir og aðrir, lagt mál- efninu lið og bætt við upphæð að eigin vali. Farðu inn á www.spar.is eða komdu í næsta Sparisjóð og gefðu þinn styrk. Sparisjóðurinn og viðskiptavinir hans sameinast nú um að styrkja samtök sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum. Fjórði hver Íslendingur á við geðræn vandamál að stríða einhvern tíma á ævinni en með réttri meðhöndlun og stuðningi eru yfirgnæfandi líkur á að fólk nái bata. Við erum geðveikt góð saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.