Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 79
Bjarni Geir Alfreðsson. Einstæðingar kaupa tilbúinn mat yfir jólin.
TILBÚINN MATUR:
Ein um jólin
Bjarni Geir Alfreðsson rekur á BSÍ veitinga-
staðinn Fljótt og gott. Hann ákvað fyrir
fimm árum að hafa opið til klukkan hálfsex
á aðfangadag og svo er opnað á hádegi á
jóladag en þá eru bílalúgur opnar. „Þetta er
stærsti dagur ársins í sölu,“ segir hann og
bendir á að það vanti víða þessa þjónustu.
Hjá Fljótt og gott er meðal annars boðið upp
á svið, hangikjöt og kaldar kótilettur.
„Mest eru það einstæðingar, sem búa
jafnvel í herbergjum, sem draga sér í bú
tilbúinn mat yfir hátíðirnar auk þess sem
vaktavinnufólk kaupir mat á aðfangadag.
Margir kjósa auk þess að vera einir yfir
jólin. Skammdegið fer í marga, þótt ljósin
lýsi það upp, og þeir vilja frekar vera einir.
Það er stundum gott ef þrír búa saman að
tveir séu ekki heima.“
Það er frekar unga fólkið sem kaupir
skyndibita á jóladag. „Það er dauðsvangt
eftir jólahaldið. Það nýtur þess ekki að
hakka í sig spikfeitt hangikjöt eða þræl-
sykraðan og saltan hamborgarhrygg.“
Það kom að því fyrir ein jólin í æsku að
María Maríusdóttir, eigandi Drangeyjar,
var farin að efast um tilvist jólasveinsins
og hún var farin að spyrja móður sína um
hann óþægilegra spurninga.
Einn daginn heyrði hún mikinn hávaða
úti á götu; bílflaut, hróp og köll. „Ég
rak upp stór augu þegar ég leit út um
gluggann. Jólasveinninn kom í opnum
Willys-jeppa með strigapoka aftan í
bílnum, stöðvaði hann fyrir utan hjá mér
og kallaði: „María, María, ég er kominn
með pakkann til þín.“
María opnaði útidyrnar og hún segir að
þar hafi staðið sætasti alvörujólasveinn
sem hún hafði séð. „Hann sagði að ég
væri svo góð og stillt stúlka og gaf mér
pakka. Síðan vippaði hann sér í jeppann
og ók í burtu með miklum hrópum. Í pakk-
anum var 48 lita pakki sem mig hafði
lengi dreymt um og gladdi mig mikið.
Seinna fékk ég að vita að bókabúð á
Laugaveginum bauð upp á þessa þjónustu
sem sannarlega gaf mér tiltrú á jólasvein-
inn að nýju.“
EFTIRMINNILEGT:
Jólasveinninn kom
María Maríusdótir. „Jólasveinninn kom í
opnum Willys-jeppa með strigapoka í bílnum.“