Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 79

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 79
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 79 Bjarni Geir Alfreðsson. Einstæðingar kaupa tilbúinn mat yfir jólin. TILBÚINN MATUR: Ein um jólin Bjarni Geir Alfreðsson rekur á BSÍ veitinga- staðinn Fljótt og gott. Hann ákvað fyrir fimm árum að hafa opið til klukkan hálfsex á aðfangadag og svo er opnað á hádegi á jóladag en þá eru bílalúgur opnar. „Þetta er stærsti dagur ársins í sölu,“ segir hann og bendir á að það vanti víða þessa þjónustu. Hjá Fljótt og gott er meðal annars boðið upp á svið, hangikjöt og kaldar kótilettur. „Mest eru það einstæðingar, sem búa jafnvel í herbergjum, sem draga sér í bú tilbúinn mat yfir hátíðirnar auk þess sem vaktavinnufólk kaupir mat á aðfangadag. Margir kjósa auk þess að vera einir yfir jólin. Skammdegið fer í marga, þótt ljósin lýsi það upp, og þeir vilja frekar vera einir. Það er stundum gott ef þrír búa saman að tveir séu ekki heima.“ Það er frekar unga fólkið sem kaupir skyndibita á jóladag. „Það er dauðsvangt eftir jólahaldið. Það nýtur þess ekki að hakka í sig spikfeitt hangikjöt eða þræl- sykraðan og saltan hamborgarhrygg.“ Það kom að því fyrir ein jólin í æsku að María Maríusdóttir, eigandi Drangeyjar, var farin að efast um tilvist jólasveinsins og hún var farin að spyrja móður sína um hann óþægilegra spurninga. Einn daginn heyrði hún mikinn hávaða úti á götu; bílflaut, hróp og köll. „Ég rak upp stór augu þegar ég leit út um gluggann. Jólasveinninn kom í opnum Willys-jeppa með strigapoka aftan í bílnum, stöðvaði hann fyrir utan hjá mér og kallaði: „María, María, ég er kominn með pakkann til þín.“ María opnaði útidyrnar og hún segir að þar hafi staðið sætasti alvörujólasveinn sem hún hafði séð. „Hann sagði að ég væri svo góð og stillt stúlka og gaf mér pakka. Síðan vippaði hann sér í jeppann og ók í burtu með miklum hrópum. Í pakk- anum var 48 lita pakki sem mig hafði lengi dreymt um og gladdi mig mikið. Seinna fékk ég að vita að bókabúð á Laugaveginum bauð upp á þessa þjónustu sem sannarlega gaf mér tiltrú á jólasvein- inn að nýju.“ EFTIRMINNILEGT: Jólasveinninn kom María Maríusdótir. „Jólasveinninn kom í opnum Willys-jeppa með strigapoka í bílnum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.