Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 47
G
unnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs
Group í Bretlandi, er maður sem fæstir þekkja
– en það er fyllsta ástæða til að leggja nafn hans
á minnið. Hann er maðurinn á bak við stórsókn
Baugs í Bretlandi og vinnur þess vegna mjög
náið með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group.
Baugur kemur að fyrirtækjum í Bretlandi sem eru með veltu
upp á 8,5 milljarða punda – eða um 1.100 milljarða króna.
Það mæddi mikið á Gunnari í nýafstöðnum kaupum
Baugs og fleiri fjárfesta á bresku vöruhúsakeðjunni House of
Fraser fyrir um 700 milljónir punda – eða um 91 milljarð
króna. Baugur á 35% í fyrirtækinu og stýrði yfirtökunni.
Baugur hefur verið tíður gestur í breskum fjölmiðlum.
Þegar kaupin á House of Fraser voru innsigluð var einmitt
grein í dagblaðinu Independent um dag í lífi Gunnars Sig-
urðssonar. Þá má geta þess að Gunnar var nýlega ræðumaður í
kvöldverði á vegum fjármálablaðsins Financial Times og ræddi
þar um mikilvægi markaðssetningar í rekstri fyrirtækja.
Financial Times efnir reglulega til slíkra kvöldverða og
leitar þá til þekktra manna úr viðskiptalífinu til að tala. Einn
af þeim sem hélt ræðu í umræddum kvöldverði með Gunnari
var Stelios Haji-Ioanno, stofnandi og eigandi Easyjet.
Gunnar gerði markaðssetningu Iceland kjörbúðakeðj-
unnar að umræðuefni í kvöldverðinum, en í þeim búðum
hefur orðið 20% söluaukning undanfarna fimmtán mán-
uði. Iceland-keðjan er núna sú matarkeðja sem vex hraðast á
markaðnum hér í Englandi.
Bank of Scotland, Barclays og Lloyds
Undanfarin ár hefur Gunnar stýrt hverri yfirtöku Baugs á
fætur annarri í Bretlandi. Big Food Group, stærsti samning-
urinn hingað til, var yfirtaka upp á 1,1 milljarð punda. En
auk þess hefur Baugur fest kaup á minni fyrirtækjum eins og
skartgripabúðunum Goldsmith og Mappin & Webb.
Hann er stór og samvalinn hópurinn sem kemur að
samningagerðinni við kaup á stórfyrirtæki eins og House of
Fraser. Það er að mörgu að hyggja. Það voru bankarnir Bank
of Scotland og Glitnir sem fjármögnuðu kaupin að þessu
sinni en Gunnar segir að Baugur vinni með öllum íslensku
bönkunum og nokkrum breskum bönkum, m.a. Bank of
B A U G U R Í B R E T L A N D I
Nýlega yfirtók Baugur ásamt fleiri fjárfestum House
of Fraser í Bretlandi á um 91 milljarð króna. Við þau
kaup reyndi mjög á Gunnar Sigurðsson, en hann er
maðurinn á bak við stórsókn Baugs í Bretlandi.
GUNNAR SIGURÐSSON:
MAÐURINN
Á BAK VIÐ SÓKN
BAUGS Í BRETLANDI
TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
MYNDIR: ÝMSIR