Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 47

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 47 G unnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs Group í Bretlandi, er maður sem fæstir þekkja – en það er fyllsta ástæða til að leggja nafn hans á minnið. Hann er maðurinn á bak við stórsókn Baugs í Bretlandi og vinnur þess vegna mjög náið með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group. Baugur kemur að fyrirtækjum í Bretlandi sem eru með veltu upp á 8,5 milljarða punda – eða um 1.100 milljarða króna. Það mæddi mikið á Gunnari í nýafstöðnum kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á bresku vöruhúsakeðjunni House of Fraser fyrir um 700 milljónir punda – eða um 91 milljarð króna. Baugur á 35% í fyrirtækinu og stýrði yfirtökunni. Baugur hefur verið tíður gestur í breskum fjölmiðlum. Þegar kaupin á House of Fraser voru innsigluð var einmitt grein í dagblaðinu Independent um dag í lífi Gunnars Sig- urðssonar. Þá má geta þess að Gunnar var nýlega ræðumaður í kvöldverði á vegum fjármálablaðsins Financial Times og ræddi þar um mikilvægi markaðssetningar í rekstri fyrirtækja. Financial Times efnir reglulega til slíkra kvöldverða og leitar þá til þekktra manna úr viðskiptalífinu til að tala. Einn af þeim sem hélt ræðu í umræddum kvöldverði með Gunnari var Stelios Haji-Ioanno, stofnandi og eigandi Easyjet. Gunnar gerði markaðssetningu Iceland kjörbúðakeðj- unnar að umræðuefni í kvöldverðinum, en í þeim búðum hefur orðið 20% söluaukning undanfarna fimmtán mán- uði. Iceland-keðjan er núna sú matarkeðja sem vex hraðast á markaðnum hér í Englandi. Bank of Scotland, Barclays og Lloyds Undanfarin ár hefur Gunnar stýrt hverri yfirtöku Baugs á fætur annarri í Bretlandi. Big Food Group, stærsti samning- urinn hingað til, var yfirtaka upp á 1,1 milljarð punda. En auk þess hefur Baugur fest kaup á minni fyrirtækjum eins og skartgripabúðunum Goldsmith og Mappin & Webb. Hann er stór og samvalinn hópurinn sem kemur að samningagerðinni við kaup á stórfyrirtæki eins og House of Fraser. Það er að mörgu að hyggja. Það voru bankarnir Bank of Scotland og Glitnir sem fjármögnuðu kaupin að þessu sinni en Gunnar segir að Baugur vinni með öllum íslensku bönkunum og nokkrum breskum bönkum, m.a. Bank of B A U G U R Í B R E T L A N D I Nýlega yfirtók Baugur ásamt fleiri fjárfestum House of Fraser í Bretlandi á um 91 milljarð króna. Við þau kaup reyndi mjög á Gunnar Sigurðsson, en hann er maðurinn á bak við stórsókn Baugs í Bretlandi. GUNNAR SIGURÐSSON: MAÐURINN Á BAK VIÐ SÓKN BAUGS Í BRETLANDI TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.