Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 49 lengri tíma, getum lagað ákveðna hluti, hreinsað út lager og lækkað kostnað. Tækifærin eru mikil; félagið er með 61 búð í rekstri í húsrými upp á 500 þúsund fermetra. Rýmið er ekki vel nýtt og því er sala á hvern fermetra ekki eins góð og við teljum að hún geti verið. Ýmsar búðirnar eru ágætar, aðrar ekki – við ætlum að jafna standardinn. Markmiðið er að breyta ímynd búðanna og staðsetja þær á milli Harvey Nichols og Debenhams. Í House of Fraser langar okkar að koma inn með ný vörumerki, gjarnan meira af skandinavískum, evrópskum og jafnvel bandarískum merkjum. Eitt af okkar markmiðum er að auka sölu á hvern fermetra. Debenhams er til dæmis með 20 prósent hærri sölu á fermetra en House of Fraser. Það eru því mikil tækifæri í þessum rekstri. Það er líka víða mikill kostnaður innan félagsins, við stefnum á að skera hann niður. Þetta á eftir að verða mikil vinna og taka sinn tíma, en við erum spenntir og sjáum í þessu mikil tækifæri. Okkur finnst almennt að það vanti ferskleika á búðargöt- urnar hérna. Það eru alls staðar sömu vörumerkin – en þetta snýr einnig að okkur því við eigum orðið mörg af þessu merkjum!“ Þið setjið inn nýjan framkvæmdastjóra, John King. Hann hefur rifið upp Matalan-keðjuna sem selur ódýr föt. Hvað hefur hann til brunns að bera sem ykkur finnst akkur í? „John hefur komið víða við, unnið hjá Marks & Spencer en líka í Bandaríkjunum. Hann hefur reynslu af smásölu, bæði rekstri og eins sem forstjóri skráðs ensks fyrirtækis. Reynsla hans styður mjög framkvæmdina á viðskiptaáætlun okkar. Nú þegar fyrirtækið hefur verði afskráð er gott að það komi nýtt blóð í fyrirtækið með nýjum eigendum. Það er gott að sjá hlutina með nýjum augum. Við höfum mikla trú á John og álítum að hann og Don McCarthy stjórnarformaður verði gott teymi.“ Hver eru helstu sóknarfærin fyrir House of Fraser á breska markaðnum? „Tækifærin liggja í því að hugmyndin að baki búðunum er ágæt, búðirnar í Glasgow og Manchester eru til dæmis ágætar en við ætlum að bæta við vörumerkjum og breyta áhersl- unum. Eins og er fer mjög stórt svæði í búðunum undir heimilisvörur og mat, um 40% af rýminu, án þess það sé sérlega vel gert. Við stefnum á að draga úr þessum vörum, aukum þá vonandi sölu á hvern fermetra, og koma með meira af tískuvörum. Það liggja fyrir áætlanir um hverja búð og fjárfestingar í þeim. Nú ætlum við að athuga þessi mál innan frá og athuga hvernig þessum áætlunum verður best háttað. Við ætlum síðan að bæta við fjórum búðum á næstu þremur árum – þar bætast þá við um 40-50 þúsund fermetrar. Þetta kostar bæði vinnu og peninga.“ Hver er hugsunin á bak við starfsemi Baugs í Englandi? „Hugsun Baugs er að fjárfesta í fyrirtækjum sem geta vaxið. Við erum ekki í daglegum rekstri fyrirtækja okkar, en komum inn með strategískan stuðning og fjármagn og vinnum náið með stjórnendum. Við erum ekki „private equity“ félag, við erum strateg- ískir hluthafar en skoðum vissulega líka möguleika á því að selja eftir einhvern tíma ef okkur finnst við vera búnir að ná fram því sem við ætluðum okkur. Að þessu leyti líkjumst við „private equity“ félagi – en miðað við slík félög vinnum við mjög ólíkt með fyrirtækjum okkar. Nálgun okkar stafar auðvitað af sérstökum bakgrunni okkar sem hefur verið að reka búðir og þróa vörumerki á Íslandi og á Norðurlöndum. Við leitumst við að styðja við langtíma fjárfestingar, byggjum á vexti og uppbyggingu til lengri tíma en komum ekki aðeins inn til að tína ávextina, sem auðveldast er að ná í, og selja svo.“ B A U G U R Í B R E T L A N D I „Okkar styrkur er að Jón Ásgeir er „einnar blaðsíðu“-stjórnandi; álítur að það skipti öllu máli að hafa réttu upplýsingarnar tiltækar og trúir á einfaldleika í rekstri.“ House of Fraser; tísku- og fataverslanir.Hamleys; leikföng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.