Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 49
lengri tíma, getum lagað ákveðna hluti, hreinsað út lager og
lækkað kostnað.
Tækifærin eru mikil; félagið er með 61 búð í rekstri í
húsrými upp á 500 þúsund fermetra. Rýmið er ekki vel nýtt
og því er sala á hvern fermetra ekki eins góð og við teljum
að hún geti verið. Ýmsar búðirnar eru ágætar, aðrar ekki
– við ætlum að jafna standardinn. Markmiðið er að breyta
ímynd búðanna og staðsetja þær á milli Harvey Nichols og
Debenhams. Í House of Fraser langar okkar að koma inn með
ný vörumerki, gjarnan meira af skandinavískum, evrópskum
og jafnvel bandarískum merkjum.
Eitt af okkar markmiðum er að auka sölu á hvern fermetra.
Debenhams er til dæmis með 20 prósent hærri sölu á fermetra
en House of Fraser. Það eru því mikil tækifæri í þessum
rekstri. Það er líka víða mikill kostnaður innan félagsins, við
stefnum á að skera hann niður. Þetta á eftir að verða mikil
vinna og taka sinn tíma, en við erum spenntir og sjáum í
þessu mikil tækifæri.
Okkur finnst almennt að það vanti ferskleika á búðargöt-
urnar hérna. Það eru alls staðar sömu vörumerkin – en þetta
snýr einnig að okkur því við eigum orðið mörg af þessu
merkjum!“
Þið setjið inn nýjan framkvæmdastjóra, John King. Hann hefur
rifið upp Matalan-keðjuna sem selur ódýr föt. Hvað hefur hann
til brunns að bera sem ykkur finnst akkur í?
„John hefur komið víða við, unnið hjá Marks & Spencer en
líka í Bandaríkjunum. Hann hefur reynslu af smásölu, bæði
rekstri og eins sem forstjóri skráðs ensks fyrirtækis. Reynsla
hans styður mjög framkvæmdina á viðskiptaáætlun okkar.
Nú þegar fyrirtækið hefur verði afskráð er gott að það
komi nýtt blóð í fyrirtækið með nýjum eigendum. Það er
gott að sjá hlutina með nýjum augum. Við höfum mikla trú á
John og álítum að hann og Don McCarthy stjórnarformaður
verði gott teymi.“
Hver eru helstu sóknarfærin fyrir House of Fraser á breska
markaðnum?
„Tækifærin liggja í því að hugmyndin að baki búðunum er
ágæt, búðirnar í Glasgow og Manchester eru til dæmis ágætar
en við ætlum að bæta við vörumerkjum og breyta áhersl-
unum. Eins og er fer mjög stórt svæði í búðunum undir
heimilisvörur og mat, um 40% af rýminu, án þess það sé
sérlega vel gert. Við stefnum á að draga úr þessum vörum,
aukum þá vonandi sölu á hvern fermetra, og koma með meira
af tískuvörum.
Það liggja fyrir áætlanir um hverja búð og fjárfestingar í
þeim. Nú ætlum við að athuga þessi mál innan frá og athuga
hvernig þessum áætlunum verður best háttað. Við ætlum
síðan að bæta við fjórum búðum á næstu þremur árum – þar
bætast þá við um 40-50 þúsund fermetrar. Þetta kostar bæði
vinnu og peninga.“
Hver er hugsunin á bak við starfsemi Baugs í Englandi?
„Hugsun Baugs er að fjárfesta í fyrirtækjum sem geta vaxið.
Við erum ekki í daglegum rekstri fyrirtækja okkar, en komum
inn með strategískan stuðning og fjármagn og vinnum náið
með stjórnendum.
Við erum ekki „private equity“ félag, við erum strateg-
ískir hluthafar en skoðum vissulega líka möguleika á því að
selja eftir einhvern tíma ef okkur finnst við vera búnir að ná
fram því sem við ætluðum okkur. Að þessu leyti líkjumst við
„private equity“ félagi – en miðað við slík félög vinnum við
mjög ólíkt með fyrirtækjum okkar.
Nálgun okkar stafar auðvitað af sérstökum bakgrunni
okkar sem hefur verið að reka búðir og þróa vörumerki á
Íslandi og á Norðurlöndum. Við leitumst við að styðja við
langtíma fjárfestingar, byggjum á vexti og uppbyggingu til
lengri tíma en komum ekki aðeins inn til að tína ávextina,
sem auðveldast er að ná í, og selja svo.“
B A U G U R Í B R E T L A N D I
„Okkar styrkur er að
Jón Ásgeir er „einnar
blaðsíðu“-stjórnandi;
álítur að það skipti
öllu máli að hafa
réttu upplýsingarnar
tiltækar og trúir á
einfaldleika í rekstri.“
House of Fraser; tísku- og fataverslanir.Hamleys; leikföng.