Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 71
hluta á almennu mati stjórnenda/eigenda á
þörf á hverjum tíma, eða í 80,8% tilvika.
Áhugaleysi eða vanþekking?
Könnunin var framkvæmd þannig að sendar
voru spurningar á netföng forstjóra, fram-
kvæmdastjóra eða næstráðenda í 373 fyrir-
tækjum. Aðeins 126 svöruðu svo svarhlut-
fallið var 34,5%. Það er talið geta verið
vísbending um áhugaleysi eða vanþekkingu
á því hvað sé samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja,
þótt þeir sem stóðu að könnuninni vilji ekki
fullyrða neitt um það.
Um 160 manns sátu ráðstefnuna. Tveir
erlendir gestir fluttu erindi. Sören Mandrup
Petersen frá Þróunarhjálp Sameinu þjóðanna
fjallaði um það hvernig samfélagsleg ábyrgð
fyrirtækja er skilgreind. Paul Scott, fram-
kvæmdastjóri Next Step Consulting, talaði
um CSR Reporting, þ.e. hvernig fyrirtæki
segja frá því hvernig þau sinna samfélags- og
umhverfislegri ábyrgð.
„Það er fyrirtækjum dýrmætt að hafa
mannauð sem lifir í samfélagi þar sem góð
lýðheilsustefna er höfð að leiðarljósi. Þá er
einnig vert að skoða þátttöku fyrirtækja í
BETUR MÁ EF DUGA SKAL
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
MYNDIR: ÝMSIR
R Á Ð S T E F N A U M S A M F É L A G S L E G A Á B Y R G Ð
Ráðstefnan um samfélagslega ábyrgð var haldin á Nordica hóteli. Ljósmynd: Fréttablaðið.
Hvað er samfélagsleg ábyrgð?
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst í
því að fyrirtækin leggja sitt af mörkum
til framfara í þjóðfélaginu og til að
efla komandi kynslóðir. Samfélagsleg
ábyrgð tengist öllum rekstrarþáttum
fyrirtækja, hvort heldur þeir eru efna-
haglegir, lagalegir eða siðferðislega.
Fyrirtæki sem leggja sig eftir samfélags-
legri ábyrgð gefa ekki einungis af sér til
þjóðfélagsins, heldur munu þau hagn-
ast sjálf þegar til lengri tíma er litið.
Dæmi um samfélagslega ábyrgð
1. Danfoss hefur gert margt til að
draga úr sóun orku til upphitunar.
2. SAS hefur hjálpað til við verkefni á
vegum SÞ með því að leggja til
flugvélar og starfslið.
3. Coca Cola hefur flutt nauðsynleg
lyf til Afríku.