Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 43
urlandi til ársloka 1993. Um sama leyti
kynntist hún Jóni Björnssyni og þau rugl-
uðu saman reitum og gengu í það heilaga
29. júlí 1995. Fyrstu búskaparárin bjuggu
þau í Reykjavík og Hafnarfirði. Á meðan
þau bjuggu á höfuðborgarsvæðinu starfaði
Sigrún sem ferðaskipuleggjandi og deildar-
stjóri hjá innanlandsdeild Úrvals-Útsýnar í
mjög skemmtilegu starfi að hennar sögn, á
uppgangstíma í sölu Íslandsferða.
Haustið 1997 fluttu þau til Akureyrar
þegar Jón var ráðinn sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Norðlendinga. ,,Á þeim tíma var mikill
straumur fólks frá landsbyggðinni suður til
höfuðborgarsvæðisins. Þá var talað um enda-
lok landsbyggðarinnar og að hún myndi
leggjast í eyði. Í bílnum norður leið mér eins
og ég væri að synda á móti straumnum og
mér er minnisstætt hversu svartsýnir vinir
okkar og fjölskylda syðra voru á ákvörðun
okkar að flytja út á land og þau töldu hrein-
lega að við værum rugluð. Við Jón vorum
aftur á móti mjög spennt fyrir Akureyri og
langaði að flytja hingað. Jón er héðan og á
stóra fjölskyldu og frændgarð og það gerði
þessa ákvörðun líka auðveldari.“
Sigrún og Jón eignuðust dóttur, Kamillu
Dóru, árið 1996 og tveimur árum síðar,
árið 1998, fæddist þeim sonurinn Björn
Kristinn.
Bæjarstjóri á Akureyri
Eftir að Sigrún fluttist norður hefur hún
fengist við ýmis verkefni. Hún hefur meðal
annars séð um Vinnuklúbbinn hjá Mennta-
smiðjunni, kennt markaðsfræði ferðamála
í Hólaskóla og það var hún sem innleiddi
stjörnuflokkunarkerfi gististaða hér á landi
S I G R Ú N B J Ö R K J A K O B S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D
KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON:
„Víðsýn og sjálfstæð í hugsun“
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
Akureyri og samstarfsmaður Sigrúnar
í pólitík, segir að Sigrún sé afskap-
lega góð samstarfsmanneskja, ósér-
hlífin og dugleg. „Ég kynnist Sigrúnu
eftir að hún flutti til Akureyrar og fór
að hafa afskipti að bæjarmálunum.
Við fórum saman í framboð 2002 og
aftur 2006. Ég man vel þegar nafn
Sigrúnar var nefnt fyrst í tengslum við
uppstillinguna á framboðslistanum
2002 og við vorum að velta fyrir
okkur hvers konar persóna hún væri.
Í fyrstu virkaði hún fremur stíf en við
nánari kynni kom í ljós að Sigrún er
afskaplega ljúf manneskja, víðsýn,
sjálfstæð í hugsun og vinnusöm.
Sigrún er snaggaraleg, ákveðin
og fylgin sér og góð samstarfskona.
Hún er mjög skipulögð í vinnu og
satt best að segja man ég ekki eftir
neinu í fljótu bragði sem hefur farið
úrskeiðis hjá henni. Sigrún hefur
verið í forsvari fyrir menningarmálin
undanfarið og sinnt þeim málaflokki
af kostgæfni auk þess sem hefur
hún sett sig inn í öll önnur mál sem
snerta bæjarfélagið og á það eftir að
reynast henni vel þegar hún tekur við
sem bæjarstjóri.“
Sigrún og Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri.
Verknámið hjá Fujiya-
hótelkeðjunni í Japan
var mér til dæmis mjög
lærdómsríkt og gaman
að dvelja í Japan
í rúma sex mánuði.