Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 130

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK Hápunktur verslunar ár hvert er desember og Kringlan er vettvangur fjölmargra sem eru í verslunarleiðangri og mikil vinna framundan hjá starfs- mönnum Kringlunnar. Birta Flókadóttir ber ábyrgð á mark- aðs- og auglýsingamálum fyrir Kringluna: „Starf mitt felst m.a. í stefnumótun og áætlanagerð, hugmyndavinnu, verkefna- og viðburðastjórnun og síðast en ekki síst í endalausum mann- legum samskiptum. Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt og á mjög vel við mig. Þessa stundina er ég að leggja lokahönd á jólin í Kringlunni, sem er auðvitað mesta verslunar- tímabil ársins og í mörg horn að líta. Undanfarið hef ég hins vegar verið á kafi í áætlanagerð fyrir næsta ár og næsta verkefni á dagskrá er að undirbúa útsölu- tímabilið.“ Eiginmaður Birtu er Atli Már Ingólfsson lögfræðingur, deildarstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu. Auk þess leggur hann stund á MBA-nám í Háskóla- num í Reykjavík: „Við eigum ekki börn, en hins vegar búum við með þremur kröfuhörðum og mjálmandi ferfætlingum sem þjóna svipuðu hlutverki.“ Birta stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og út skrif- aðist þaðan með bland aða BSc- gráðu í tölvunarfræði og viðskipta- fræði: „Ég hef síðan öðlast reynsl u af markaðsmálum og auglýsinga- gerð frá ýmsum hliðum, hef til dæmis starfað sem hugmynda- og textasmiður og markaðsráðgjafi á auglýsingastofu, grafískur hön- nuður (í frístundum), ásamt því að hafa starfað við veflausnir, margmiðlun o.fl.“ Hvað varðar áhugamál þá segist Birta að sumu leyti hafa aðeins of breitt áhugasvið: „Mér finnst ég aldrei ná að svala áhuga mínum á öllum sviðum. Lík- lega eru hönnun, ljósmyndun, tíska og myndlist efst á blaði. Einnig hef ég mikinn áhuga á bókum og get sjaldnast staðist freistingar í bókabúðum eða á Amazon og þess vegna er allt af eitthvað á leiðinni til mín í póstin um. Hvort ég næ að lesa allar bækurnar á næstunni án þess að minnka starfshlutfallið, veit ég hins vegar ekki. Stóra áhugamálið okkar hjóna er hestamennskan. Við eigum töluvert af hestum og hesthús í útjaðri Hafnarfjarðar. Þaðan liggja frábærar útreiðaleiðir fjarri mannabyggðum og er fátt ynd- islegra en að fara ríðandi að Hval- eyrarvatni á vorin þegar lyktin af nýlaufguðum trjánum liggur í loftinu og fuglasöngurinn er alls- ráðandi.“ Nafn: Birta Flókadóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, hlaupársdagur, 29. febrúar 1976 Foreldrar: Ásdís Sigurþórsdóttir og Flóki Kristinsson. Maki: Atli Már Ingólfsson. Börn: Engin. Menntun: B.Sc. í tölvunar- fræði og viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Birta Flókadóttir: Stóra áhugamálið okkar hjóna er hestamennskan. Við eigum töluvert af hestum og hesthús í útjaðri Hafnarfjarðar. markaðsstjóri Kringlunnar BIRTA FLÓKADÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.