Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 76

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 um landbúnað og byggðamál,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson og bætir við að um stjórn- málaflokkana gildi í raun hið sama og um einstaka frambjóðendur; þeir þurfi að bjóða lausnir og hafa hreinar línur. „Þannig má segja að Sjálfstæðisflokkurinn selji kjósendum sínum að aukin lífsgæði felist í meiri kaupgetu meðan lausn vinstri grænna sé sú að við getum prjónað fleiri lopavett- linga til að selja hvert öðru. Framsókn- arflokkinn skortir hins vegar tilfinnanlega skýra sýn að þessu leyti, rökin fyrir því hvers vegna fólk ætti að kjósa hann.“ Afsprengi langrar þróunarvinnu Karl Pétur Jónsson, fv. almannatengill, var hinn frummælandinn á fundi ÍMARK. Hann velti í upphafi erindis síns upp þeirri spurningu hvort hægt væri að markaðssetja stjórnmálamann sem vöru og sagði að með nokkurri einföldun væri raunin sú. „Margir frambjóðendur líta svo á hlut- ina og í hverjum einustu kosningum og prófkjörum fara í gang markaðsmaskínur flokka og frambjóðenda, sem minna á þau tæki sem fyrirtæki búa til í kringum sig og sínar vörur,“ sagði Karl Pétur sem bar saman flatskjái og stjórnmálamenn. Flatskjána sagði hann vera afar tæknilega og flókna vöru, afsprengi langrar og strangrar þróunarvinnu, mikil samkeppni væri milli framleiðenda og gríðarleg áhersla væri lögð á markaðsmál. Hvað stjórnmálamenn áhrærir þyrftu þeir sömuleiðis að hafa margar eigindir til að ná árangri og þar væru samskiptahæfileikar - það að geta sett sig í annarra spor og sannfært fólk um málstað sinn - afar þýð- ingarmiklir. Sannfæring og samvisku „Sá sem býður sig fram, þarf að vera full- viss um að hann sé betur til þess fallinn að setja samfélaginu lög og reglur en aðrir. Slíkt er snertur af mikilmennskubrjálæði. Frambjóðandinn þarf að hafa traust hjá stórum hópi fólks og það fæst til dæmis með þátttöku í pólitísku starfi frá ungum aldri, félagsmálavafstri í skóla, vinnu á fjöl- miðlum og svo framvegis. Það þarf líka stóran skammt af hugrekki til að starfa í stjórnmálum, því þau eru sennilega einhver versta vinna fyrir fólk og fjölskyldu þess sem um getur. Það er ekki nóg með að nánast allt starf stjórnmálamanna sé unnið fyrir augum almennings og í kastljósi miskunnarlausra fjölmiðla, sem helst vilja að stjórnmálamenn séu alltaf í hanaslag. Sjálf ákvörðunin um að gefa kost á sér í opinbert starf er þess eðlis að ef menn tapa kosningu verða þeir alltaf fyrir auðmýkingu,“ sagði Karl Pétur og bætti við að þarna lægi munurinn á stjórnmála- manni og flatskjá. Skjánum mætti henda þegar hann væri úr sér genginn en stjórn- málamaðurinn væri hins vegar manneskja sem hefði hugsjónir, markmið, hagsmuni og svo framvegis. „Þá eru kjósendur ekki að kaupa stjórn- málamann. Eftir kosningar svarar hann ein- göngu eigin samvisku, hann hefur reyndar stjórnarskrárbundna skyldu til að fylgja aðeins sannfæringu sinni. Flatskjárinn hangir hins vegar uppi á vegg heima hjá manni þangað til hann er ónýtur eða konan skilur við mann. Ef við lítum svo á stjórnmála- manninn, þá er ýmislegt sem stendur í vegi fyrir því að hann geti hagað sér eins og fyrir- tæki sem markaðssetur vörur. Það á við þá flesta að geta ekki breytt sér að neinu marki. Menn geta fengið sér ný föt, klippingu, látið laga til myndirnar af sér í Photoshop og svo framvegis, en þeir geta ekki breytt fortíð sinni eða ferli, gildi og skoðunum, af því að þeir eru raunverulegir menn af holdi og blóði,“ sagði Karl Pétur Jónsson. Karl Pétur Jónsson. „Sjálf ákvörðunin um að gefa kost á sér í opinbert starf er þess eðlis að ef menn tapa kosningu verða þeir alltaf fyrir auðmýkingu.“ „Upplegg mitt var að fara um allt kjördæmið, vera sýnilegur og kynnast fólki. Persónuleg samskipti skipta miklu.“ S T J Ó R N M Á L S E M S Ö L U V A R A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.