Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 127

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 127
Brynhildur Guðmundsdóttir, ráðstefnustjóri hjá Nordica hotel, er sælkeri mánaðar- ins. Hún gefur uppskrift að möndlubúðingi – eða jóladesert - sem tilvalið er að bragða á um jólin. Brynhildur fékk að sjá uppskriftina fyrir síðustu jól. „Þetta hefur verið mikið leyndarmál hingað til en með samþykki „ættmæðranna“ ákvað ég að deila uppskriftinni með lesendum Frjálsrar versl- unar. Þessi desert hefur verið ófrávíkjanleg hefð hjá öllum í stórfjölskyldu minni og er að jafnaði hafður á aðfangadags- kvöld.“ Möndlubúðingur (desert) Möndlubúðingurinn þarf að vera í hringlaga skál. Einn pakki makkarónukökur eru lagðar í botninn og einni msk. af sherry hellt yfir. Saxið niður þrjár manda- rínur, hálfan lítinn pakka af After Eight, 100 g suðu- súkkulaði og einn bolla af döðlum – ekki saxa smátt – og stráið þessu öllu yfir. SETJIÐ EINA HVÍTA MÖNDLU. Einn pakki Royal vanillubúð- ingur er blandaður og hellt yfir. Þetta er síðan látið stirðna í ísskáp. Einn peli þeyttur rjómi er settur yfir og suðusúkkulaði raspað ofan á. Best er að gera möndlu- desertinn kvöldið áður og bera hann fram kaldan. Þegar allt er klárt hefst mikil leit að réttu möndlunni og þá kemur í ljós að áríðandi er að saxa ekki allt of smátt til að torvelda leitina aðeins. Sá sem hreppir möndluna fær svo litla gjöf. Sælkeri mánaðarins: MÖNDLUBÚÐINGUR UM JÓLIN Brynhildur Guðmundsdóttir, ráðstefnustjóri hjá Nordica hotel, er sælkeri mánaðarins. Svo mörg voru þau orð „Ég held að það gildi, eins og menn skrifuðu hér í blöð í aðdrag- anda House of Fraser-kaupanna, að ef einhver gæti klárað verkefnið þá væri það Baugur. Það er orðsporið sem við höfum. Baugur fer ekki í verkefni nema að ætla sér að klára það.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group. Markaðurinn, 15. nóvember. „Hvers kyns fordómar og staðalímyndir hafa þau áhrif að auð- veldlega er gengið fram hjá frambærilegum og hæfum umsækj- endum. Vinnustaður með hóp af ólíkum einstaklingum af báðum kynjum nýtir mannauð sinn vel og sá vinnustaður missir síður af tækifærum til að nýta kjarnafærni starfsmanna sinna.“ Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Markaðurinn, 8. nóvember. Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður fjármálalausna- sviðs hjá HugAx hf., var 10 ára þegar hún fékk ABBA-plötu í jólagjöf frá móðurafa sínum; hún hélt einmitt upp á þessa hljómsveit Svíanna fjögurra. „Ég var svo ánægð og hissa á að afi skyldi finna upp á að gefa mér þessa hljómplötu í jólagjöf,“ segir Sigrún Eva en hún fékk ABBA-plötur næstu jól á eftir. „Ég lokaði stundum og læsti stofunni í mörg ár á eftir og söng ABBA-lög.“ Þegar Sigrún Eva er spurð hvers vegna ABBA hafi heillað hana segir hún að tónlist hljóm- sveitarinnar hafi staðist tímans tönn. „Plöturnar eru vel gerðar, frábær hljómur og útsetningar góðar. Þá eru þetta létt, góð, melódísk og fljótlærð lög og við tónlistarmenn erum alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í þeim af því að þau eru svo vel gerð.“ Aðspurð um uppáhalds ABBA-lagið nefnir Sigrún Eva „The Winner takes it all“. Hún nefnir líka Dancing Queen og Waterloo en þegar Sigrún Eva starfaði sem söngkona á sínum tíma söng hún stundum þau lög á böllum. Hún er nú hætt að syngja opinberlega en syngur stundum ABBA-lög í bílnum á leiðinni heim eftir erfiðan dag en hún á það til að setja ABBA- geisladiska í geislaspilarann í bílnum. Eftirminnilegasta jólagjöfin: ABBA-PLATA FRÁ AFA Sigrún Eva Ármannsdóttir. „Ég var svo ánægð og hissa á að afi skyldi finna upp á að gefa mér þessa hljómplötu í jólagjöf.“ F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.