Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 41

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 41 sóttum held ég að dvölin á Indlandi hafi verið mesta reynslan. Það var mikið menningarsjokk að koma þangað og allt svo ólíkt því sem maður á að venjast. Skömmu eftir að við komum þangað fékk ég mjög slæma magakveisu og hélt satt best að segja að ég mundi deyja, en náði mér aftur með hjálp múslimsks læknis, dr. Abdul, í Srinagar í Kasmír. Hann dró upp úr pússi sínu pillur úr poka merktum WHO og ekki vissi ég hvað var í þeim en ég komst á fætur aftur á endanum. Sjúkdómsgreiningin var ógleymanleg því að eftir rannsóknina lýsti hann því yfir að ég væri haldin ,,fatal disease“ og mér brá illilega, en það sem hann meinti var ,,fate disease“, að Allah hefði fært okkur saman fyrir tilstilli örlag- anna og hans hlutverk væri að bjarga mínu lífi. Eftir að ég hafði náð mér vildi hann fá lífgjöf- ina þakkaða meðal ann- ars með því að fá gler- augu handa ömmu sinni, menntun fyrir son sinn í Evrópu, nýtt sjón- varp og fleira. Hann skrifaði mér reglulega eftir að ég kom heim og minnti mig á lífgjöfina. Að lokum sendi ég honum Íslend- ingasögurnar í gjafaöskju, - svo mikið metur maður líf sitt um tvítugt. Við vinkonurnar unnum um tíma við netagerð hjá íslenskum manni í Eden í Ástr- alíu þar sem okkur vantaði peninga fyrir næsta áfanga ferðarinnar. Eins skrifuðum við greinaflokk fyrir Mannlíf um flutning Íslendinga til Ástralíu á sjötta áratugnum, við heimsóttum fjölda fólks og könnuðum aðstæður þeirra og hvernig því líkaði dvölin syðra. Flestir höfðu tekið gamla landið með sér í formi málverka af t.a.m. Þingvöllum eða Eyjafjöllum og hugurinn og hjartað leitaði enn heim. Fjárhagsáætlunin fyrir ferðina hljóðaði upp á 600 krónur á dag og ótrúlegt hvað hún stóðst enda var ekki eytt í óþarfa og gististað- irnir stundum ekki upp á marga fiska. Satt best að segja var ferðin eitt stórt ævintýri. Í Kína ferðuðumst við á sem ódýrastan hátt og gerðum okkur skiljanlegar með aðstoð sam- talsorðabókar sem oft endaði í kostulegum uppákomum og rifrildum við ósveigjanlega lestarþjóna eða afgreiðslufólk. Þarna var Kína að opnast og eftirminnileg heimsókn var til Guilinhéraðsins í Suður- NÝR BÆJARSTJÓRI Á AKUREYRI: S I G R Ú N B J Ö R K J A K O B S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D FLAKKAÐI UM HEIMINN Í 15 MÁNUÐI Nafn: Sigrún Björk Jakobsdóttir. Fædd: 23. maí 1966. Maki: Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri Lífsvals. Börn: Kamilla Dóra, 10 ára, og Björn Kristinn, 8 ára. Menntun: Hótelrekstrarfræði frá Sviss, nútímafræði frá HA, nám í stjórnun. Starf: Bæjarstjóri Akureyrar frá 9. janúar 2007.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.