Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 15
SIGURÐUR STEFÁNSSON OG íSLANDSLÝSING HANS
5
íjölhæfra gáfna, lærdóms og atorku hið ágætasta vísindamannsefni,
6em þá var uppi á Islandi.
Sigurður Stefánsson- var kominn af merkisfólki í báðar ættir.
Faðir hans var Stefán prestur Gíslason biskups í Skálholti, Jóns-
sonar, en móðir Þorgerður, dóttir Odds prests í Gaulverjabæ, Hall-
dórssonar hins auðga í Tungu-
felli. Fyrri kona Gísla biskups
og föðurmóðir Sigurðar var
Kristín dóttir Eyjólfs mókolls
yngra í Haga á Barðaströnd, af
hinni svokölluðu Mókollsætt. —
Gísli biskup fékkst allmikið við
ritstörf og þýddi meðal annars
ýmsa sálma á íslenzku, flesta úr
þýzku. Þykja þær þýðingar nú
með réttu hinn hörmulegasti
leirburður, en munu hafa fróað
frómum sálum í þann tíð. Stef-
án prestur, faðir Sigurðar, var
hinn mesti merkisklerkur og
höfuðprestur í Skálholtsbisk-
upsdæmi um sína daga. Hann
var 1588 í biskupskjöri eftir Sigurður Þórarinsson
föður sinn ásamt Oddi Einarssyni, en sá síðarnefndi hlaut
embættið. Stefán varð prestur í Odda 1575 eða 1576 og
þjónaði þar í 40 ár til síns dauðadags. Hann virðist hafa átt eitt-
hvað við yrkingar, m. a. samið „Smávísur af písl vors herra“, en
ekki mun sá kveðskapur hafa verið þungur á metunum. Séra Stefáni
og Þorgerði varð margra barna auðið. Meðal þeirra voru prestarnir
Oddur í Gaulverjabæ, Snæbjörn í Odda og Jón í Kálfholti, er allir
höfðu orð á sér fyrir gáfur. Af Jóni í Kálfholti var Jón Sigurðsson
forseti kominn í beinan karllegg. Ein systir Sigurðar var Kristín,
sem giftist séra Ólafi Einarssyni skáldi í Kirkjubæ. Sigurður var
því móðurbróðir Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi, sem um fjöl-
hæfar gáfur hefur kippt í kynið til frænda síns.