Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 73
UMSAGNIR UM BÆKUR Æjisaga Árna prójasts Þórarinssonar I. FAGURT MANNLÍF. Fært hefur í letur Þórberg- ur ÞórSarson. Helgafell. Reykjavík 1945. Sjálfsævisögur manna eru oft mjög skemmtilegur og fróðlegur lestur, séu þær skrifaðar af hreinskilni og bersögli. Af þeim má fá vitneskju um tímabil og einstaklinga, mótaða af persónulegri reynslu sögumannsins, og gefur það því sem lýst er bæði líf og lit. Lesandinn kynnist þó bezt sögumanninum sjálfum, og oft gefur sú kynning sjálfsævisögunum helzta gildi sitt. Það er hætt við því að þetta síðasta atriði gruggist eitthvað þegar sögumaður er ekki einn um hituna. Lesandinn getur þá aldrei verið viss um hvort hann er að kynnast sögu- manni eða skrásetjara, enda mun ekki hjá því komizt að hann kynnist báðum í senn. Á þetta vafalaust einnig við um bók þá sem hér verður minnzt lauslega á, enda þótt Þórbergur Þórðarson sé þaulvanur þjóðsagnaritari og sé sýnt um að láta einkenni sögumanns halda sér eins og unnt er. I þessu fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar lýsir Árni Þórarinsson ætt sinni og ýmsu fólki sem hann hefur heyrt um eða kynnzt á uppvaxtarárum sínum. Er margt af þvf þjóðkunnugt. Hann virðist vera hreinskilinn í lýsingum sínum en ákafiega umtalsgóður, og er það stundum næsta broslegt. Um stúlku eina segir hann að hún hafi verið „ægilega falleg og óskaplega gáfuð“, og sjálfur sneri hann heyi „ákaflega vel“! Hann virðist vera mjög minnisgóður, og þakk- ar hann það því að honum var ekki leyft að vera með neitt óþarfa málæði í æsku sinni. „Ég var 17 ára, þegar ég fór frá Miðfelli. Þá hafði ég aldrei leyft mér að tala við gest, ekki einu sinni smala af öðrum bæ“. Minnisstæðasta mannlýsingin í bókinni er kaflinn um Guðmund dúllara. Þar hefur Þórbergur ekki getað ráðið við sig, heldur lýsir Guðmundi með sínu lagi; gerir það kaflann að sjálfsögðu stórum skemmtilegri en raskar um leið heildarsvip bók- arinnar. Kaflanum fylgir dásamleg ljósmynd af Guðmundi dúllara og Símoni dalaskáldi. Árni lýsir allnákvæmlega lifnaðarháttum Hreppamanna á æsku- og ung- lingsárum sínum. Hann talar um mataræði, fatnað, uppeldi, menntun, hjátrú, skemmtanir, þrældóm og aftur þrældóm. Nafn bókarinnar á við lífið í Hrepp- unum þá. „Þar var fagurt mannlíf". Svo er þó guði (og Þórbergi?) fyrir að þakka að lýsingar Árna eru svo ýtarlegar og raunsæar að lesandinn efast stór- lega um að lífið þar austur frá hafi verið svo sérlega fagurt. Uppeldið hefur verið með barsmíða- og fúlmennskusniði; finnst Árna það að vísu eftirsóknar- vert, en þó ofbýður honum vinnubarkan og þrældómurinn og lýsir því á mjög eftirminnilegan hátt. Reynt var að steypa alla í sama móti, og ef út af brá var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.