Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 50
40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Japönum, sumir móti, en það skiptir litlu máli nú. ASalatriðið er,
að þeir hafa sömu hugsjónir og sömu sjónarmið.
Aðalandstæðingar þeirra eru kommúnistarnir. í mörgu eru þeir
mjög ólíkir kommúnistum Vesturlanda. En framtíðartakmark þeirra
er þó sósíalistiskt lýðveldi í Kína. Mitt á milli þessara tveggja and-
stöðuarma stendur Sjang Kai Sjek marskálkur, ríkisstjóri Kína. AS
baki honum standa hinn voldugi Kúómíntangflokkur og borgara-
stéttin og meirihluti hinna kínversku sjálfseignarbænda. Nú undan-
farið hefur Sjang Kai Sjek átt í ófriði við hina kínversku kommún-
ista. En engu skal hér spáð um það, hver af hinum þrem stjórn-
málastefnum, sem nú eru uppi í Kína, muni móta það í framtíöinni.
Tíminn mun leiða það í ljós.
Það hefur afarmikið að segja fyrir framtíð mannkynsins, hvað
um Kína verður, þetta elzta menningarríki heimsins, þar sem einn
fimmti hluti mannkynsins býr. AusturlandaJjjóðirnar eru að vakna.
Og Kína hlýtur í framtíðinni að verða forysturíki Austurlanda vegna
menningar og mannfjölda.
Hvernig Kína leysir það hlutverk af hendi, mun framtíðin leiða
í ljós.
Það er ekki ósennilegt, að Austurlönd muni í framtíðinni verða
þungamiðjan í hinum mannlega heimi. Þau byggir meira en helm-
ingur alls mannkynsins. Fyrir löngu síðan voru þau aðalmenningar-
ból heimsins, en hafa nú um langt skeið legið undir myrkrafargi
ómenningar og kyrrstöðu.
En nú er fyrsta skíman frá ljósi heimsmenningar að brjótast þar
fram. „Það roðar aftur á austurfjöll, og bráðum ljómar af degi.“
Des. 1945.