Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 78
68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hneykslunum og geðróti, þegar þau birtust fyrst, enda þótt venjulegum nú-
tímalesanda veitist örðugt að skilja, hvernig á þeim hneykslunum hefur staðið.
Síðan taka við þrjú sænsk skáld, Artur Lundkvist, Nils Ferlin og Iljalmar
Gullberg, og er hlutur Gullbergs mestur og veglegastur, en Ferlins hins vegar
óþarflega rýr. FuIItrúar Norðmanna eru Nils Collett Vogt, Arnulf Overland
og Nordahl Grieg. Kvæðið Þú mátt ckki sofa, sem Överland orti 1936, er eldleg
áskorun um að hefja sameinaða og skelegga baráttu gegn nazismanum, en
samtímis segir skáldið fyrir um örlög Evrópu, ef nazistar fái hindrunarlaust að
undirbúa stríð sitt gegn siðmenningunni. Eg get ekki stillt mig um að birta
hér örlítið brot úr þessu tigna og volduga kvæði:
Þú mátt ekki líta á þinn akur og eyk
sem afsukun til þess aS skerast úr leik!
Þú mátt ekki hírast i helgum steini
mcð hlutlausri aumkun í þögn og leyni!
Þau hrópa, slitrin af mannsrödtl minni:
Þú mátt ekki gleyma köllun þinni!
Á friðarins arin þeir jártundur bera.
Fyrirgej þeim ekki. Þeir vita hvað þeir gcra!
Mcð hatursins boðskap þeir mannvonzku magna.
Af morðum þeir gleðjast og þjáningum jagna.
Þcir áforma að blóðmarka allar þjóðir!
Þetta er ekki trú, heldur vissa, bróðir!
Síðast í bókinni eru mörg fegurstu kvæðin, sem Nordahl Grieg orti á styrj-
aldarárunum, til dæmis Sautjándi maí 1940, Bréfið heim, Martin Linge og
London. Og þegar á allt er litið, fæ ég ekki betur séð en þetta sé bezta og
vandaðasta Ijóðasafnið, sem komið hefur úr smiðju Magnúsar Ásgeirssonar
fram að þessu, þótt ég sakni þess á hinn bóginn, að hann skuli ekki ennþá
hafa tekið sér fyrir hendur að kynna okkur ensk nútímaljóðskáld, svo sem
vert væri.
Ó. J. S.
W. Somerset Maugham: MEINLEG ÖRLÖG. Sög-
ur frá Austurlöndum. Kristín Ólafsdóttir íslenzk-
aði. Utgefandi: Menningar- og fræðslusamband
alþýðu, 1945. 204 bls.
William Somerset Maugham hefur um langt skeið verið einn af öndvegis-
höfundum Breta. Ilann hefur skrifað mikinn fjölda bóka, leikrit, skáldsögur,
smásögur, ferðasögur og ritgerðir, sem hafa ekki aðeins notið óvenjulegra vin-
sælda í ættlandi hans, heldur víða um heim, enda munu fáir höfundar hafa