Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 97
UMSAGNIR UM BÆKUR 87 undin finnist hér á landi. Þótt aðgreiningin á milli þeirra sé nokkuð óljós, er það þó fjarri sanni að taka upp lýsinguna og myndina úr norsku flórunni á aðaltegundinni, og setja hana hér á afbrigðið! Myndin (118 c) af Matricaria maritima var. phaeocephala er ekki heldur rétt. Hvers vegna höf. birtir myndir af öðrum deiltegundum af Gentiana cam- pestris og G. Amerella en finnast á Islandi er mér óskiljanlegt. Það er vill- andi að geta þess ekki, að þar sé raunverulega um aðrar deiltegundir að ræða. Fræðiorðin Höf. kallar þau íðorð! Þótt höf. vilji afsaka fráganginn á þessari bók með því, að hún sé handavinna, sem eigi ekkert skylt við vísindamennsku, þá er ég ekki í neinum vafa um, að Lúðvíg Guðmundsson myndi ekki útskrifa menn úr Handíðaskólanum, sem léti svona vinnu frá sér fara! Allir vísindamenn vita, hve hráðnauðsynlegt það er, að farið sé rétt með fræðiorðin. Ef höf. notar þau öðru vísi en venja er til, er honum skylt að geta þess, en oft virðist notkun þeirra fara í bága við „íðorðakaflann“. Svo er t. d. um orðið „þráðmjór": Carex glacialis (bls. 105), „blöðin þráðmjó, flöt“. — Deschmapsia alpina (hls. 66—67): „blöðin þráðmjó, lítið eitt flöt. — Jafnvel Allium oleraceum hefur þráðmjó blöð (bls. 115). — Hálffjöðruð hlöð þekkir höf. alls ekki (bls. 33, 39 og 40) eða mismun á fjaðurskipt og fjaðrað (bls. 176 og 223), örlaga og spjótlaga (t. d. bls. 164) o. s. frv. — Skv. lykli á bls. 243 skiptast aflöng blöð í egglaga og lensulaga blöð, en það er rangt; hins vegar er rétt farið með það í „íðorðakaflanum". — „Loðinn" er oft notað í rangri merkingu, t. d. eru blöðin á jarðarberjunum alls ekki loðin (bls. 177). — Iðulega misnotar höf. orðið „jurt“ og ruglar saman fræðiorðunum „jurtir" og „trékenndar plöntur". Lýsing rósaættarinnar (bls. 175) byrjar þannig: „Jurtir eða smárunnar . . endar: „Allt fjölærar jurtir". Hvort höf. álítur reyninn jurt eða smárunna er ekki gott að vita. — Kornsúran hefur „blað- gróin æxlikorn"! Ætli höf. eigi ekki við öxin (viviparus)? — Á lifandi blá- deplu er krónan ekki kjöllaga! Það er ekki að marka, hvernig hún getur beyglazt við þurrkunina, ef höf. hefur aðeins séð þurrkuð eintök af þessum tegundum. — Botrychium Lunaria og B. boreale hafa „gróbæran blaðhluta“, en B. lanceolatum „gróax“. Hver er munurinn? Reynið bara að finna svarið í „íðorðakaflanum“! Fundarstaðir I sambandi við fundarstaði eru líka fræðiorð um útbreiðslu plantnanna, sem ekki má rugla saman. En notkun þeirra virðist mjög af handahófi þar, sem ekki er skrifað upp úr Flóru íslands. Nokkur dæmi má benda á: Saxifraga cemua (bls. 173) er sögð vera „alg. á N, Au og NV, sjaldg. á S.“ Hún er hvergi alg. nema á N. — Epilobium collinum (bls. 203) „alg. um land allt“; hvergi alg. nema á S og e. t. v. SV, sjaldg. á N. — Alchemilla faeroensis (bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.