Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 85
UMSAGNIR UM BÆKUR 75 8. Árgangaskipun íslenzku og norsku síldarinnar virðist vera mjög áþekk og vaxtarhraði þeirra beggja mjög líkur. 9. Á síldarhreistri má lesa vaxtarhraða fisksins. Nú bar svo við, að tölu- verður hluti þeirra sílda, sem klökktust árið 1904 við Noregsströndu, uxu sérkennilega skjótt á fjórða sumri, og mátti á því þekkja þær frá öðrum síld- um. Náttúran hafði þannig merkt þennan árgang. Nokkuð af þessari síld kom fram við norðurströnd fslands sumarið 1913, og hefur þessu ekki verið gaum- ur gefinn, þar til Árni endurskoðaði gögn Bjama Sæmundssonar frá því ári. í bók sinni telur Árni líka upp röksemdir, sem mæla gegn því, að kenning hans um göngur síldarinnar sé rétt. Er þar einkum athugavert, að íslenzka síldin er eldri að meðaltali en sú norska (11.5 ára á móti 8.5). Bendir hann á tvö atriði því til skýringar. Annars vegar, að ungsíldina vantar í íslenzka stofninn, hins vegar, að nokkur hluti eldri síldarinnar muni hætta langferðum til Noregs og ílengjast í sjónum hér við land. S Þess er hér ekki kostur að gera ítarlegri grein fyrir röksemdarfærslu Árna Friðrikssonar, enda hygg ég, að drepið hafi verið á flest atriði, sem máli skipta. Hér skal að lokum gerð tilraun, með aðstoð myndar þeirrar, sem fylgir þessu máli, að lýsa ævisögu síldarinnar í samræmi við skýringar Árna. Hr>'gning síldarinnar fer fram með fram nærfellt allri Noregsströndu, en lirfur og seiði dreifast víða inn um firði og víkur. Á þriðja eða fjórða ári leitar síldin til hafs (sýnt með stuttum, mjóum örvum) og er á ætisgöngum einhvers staðar yfir djúpum Norðurhafsins, sennilega innarlega í straumið- unni. Fimm ára gengur hún inn á Noregsgrunnin til hrygningar („vorsíld"), en milli fyrstu hrygninga sveimar hún um innarlega í straumhring Norðurhafs- ins og verður hennar lítið vart á íslenzkum síldarmiðum. Frá áttunda ári er eins og hún hafi þokazt utar í hringrásina og ber hana eftir það að meira eða minna leyti upp að norðurströnd íslands á ætisgöngu að aflokinni hrygningu. Frá fimmtánda ári fer langferðahugurinn að dvína og kyrrsetzt nokkur hluti stofnsins við íslenzkar strendur (sýnt með hringum á myndinni). Elztu síldar verða sjaldan meira en 20 ára. Eins og áður er sagt hrygnir vorgotssíld við suðurströnd íslands, en Árni hyggur, að hún sé lítil grein af sama stofni, sem nú hefur verið um rætt. Með hringstraumnum kring um landið berast sennilega síldar frá Austurlandi og vestur með Suðurlandi (sýnt með brotnum örvum a myndinni), sem hrygna við suður- og suðvesturströndina að vori til, en fylgja síðan straumnum norð- ur og blandast þeirri síld, sem úr langferðum er komin frá Noregi. § Því verður ekki á móti mælt, að kenning þessi um göngur síldarinnar skýrir ýmislegt, er áður þótti torskilið um háttu síldarinnar. En eins og höfundur hennar tekur skýrt fram, er hún ekki sönnuð ennþá og verður enn að bíða átekta, þar til írekari rannsóknir hafa farið fram og krefjast sumar þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.