Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR uðu korti. Jón Dúason heldur því síðarnefnda fram og færir fyrir því nokkur rök, en ekkert verður fullsannað um það mál. Þótt Sigurður næði ekki háum aldri, átti hann næsta afkasta- mikinn og fjölþættan rithöfundarferil að baki, er hann féll frá. En skapanornirnar gerðu ekki endasleppt við hann, því ekki aðeins týndi hann sínu lífi voveiflega, heldur hafa og rit hans týnzt hvert af öðru, og svo var loks komið eftir Kaupmannahafnarbrunann 1728, að allt það, er hann hafði skrifað, var glatað, nema kvæðið í Brevis Commentarius. Þó er vitað, að af sumum rita hans voru eitt sinn til nokkur afrit, en það kom fyrir ekki. Hefði prentsmiðja fund- izt í Skálholti á hans dögum, eru líkur til að öðruvísi hefði farið. Um latínukveðskap Sigurðar er vitað, að hann setti í latnesk ljóð ágrip af Samúelsbókunum og tileinkaði þau Arngrími lærða. Þessi kvæði hafa liklega verið prentuð í Kaupmannahöfn 1793 en eru nú með öllu glötuð. Þá er og vitað, að hann hefur eftir sig látið þrjú rit vísindalegs efnis. Eitt þeirra er ritgerð urn íslenzka tungu, Tractatus de recta lingvœ Islandicœ scriptione. Þetta rit sendi hann H. P. Resen, þeim er áður var getið, og brann það með bókasafni P. H. Resens, sonar hans, 1728. Annað rit Sigurðar fjallaði um álfa. Víst er, að þetta rit eða afrit af því var í vörzlum Þórðar biskups Þorlákssonar, er hann dvaldi í Höfn 1669, og þykir mér ekki ólík- legt, að það eintak hafi týnzt, er Þórður var á heimleið. Skozkir sjóræningjar hertóku skip það, sem hann fór með, og hann týndi í því sambandi ýmsum ritum. Hvað staðið hafi í álfariti Sigurðar er ókunnugt. Páll Vídalín skrifar, að Sigurður hafi í því „hnekkt heimsku almúgans um þetta huldufólk“. Aðrir segja, að hann hafi skrifað með álfafólki. Mögulegt er, að ritlingur Gísla rektors Vig- fússonar um drauga og svipi sé að einhverju leyti soðinn upp úr riti Sigurðar. Eins og áður var á drepið, virðast margir hafa sett hinn undar- lega dauðdaga Sigurðar í samband við álfarit hans. Hér kemur og að minni hyggju annað atriði til greina. Sigurður átti ætt að rekja til Eyjólfs mókolls. En Mókollsætt var talin vera komin frá álfum. Þjóðsaga um Mókoll álf finnst í safni Jóns Árnasonar. Gísli biskup Oddsson, sem fæddur var skömmu fyrir dauða Sigurðar, segir í riti sínu De mirabilibus Islandiœ (Um undur Islands) að „báðar ættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.