Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 100
90 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um stærð Cerastium glomeratum, sem hann segir vera 1—2 sm á hæð, enda væri það meiri veimiltítan, ef hún gæti ekki orðið hærri. Þýðingarvillur o. fl. 1 lýsingunni á Anthemis arvensis (bls. 256) segir höf.: „Agnirnar sléttar (!), broddyddar". Lid: Utagga agner med spiss brod. Rétt þýðing er: Agnirnar heilrenndar, broddyddar. Höf. flaskar aftur á sama orðinu hjá Saxifraga tenuis. Lid: . . . tjukke blanke smátagga . . . blad . . . Áskell Löve: „blöðin lítil, þykk, gljáandi og lítið (!) nöbbótt (!), en nær hárlaus". Hver skilur svona nokkuð? Höf. virðist meina, að það séu nabbar (ekki samt margir!) á blöð- unum í staðinn fyrir hár (!), en sannleikurinn er sá, að það þýðir bara, að blöðin séu smátennt. — Rubus (bls. 177) hefur „nállaga hár“ (!), en Lid talar um nállaga þyrna. Stellaria graminea (bls. 135) er ekki einær, eins og höf. heldur fram. — Krónan á bláklukkunni (bls. 250) er „um 2 sm löng og 10—20 mm breið“. Lid mælir þó hvorttveggja í sm og hvers vegna þá að breyta því? — Á bls. 259 er skýrt frá því, að Senecio sé skinnhærð (!) jurt. Hvað er það? Lýsingin er tekin upp úr Flóru Islands og þar stendur „skúmhærð", svo það virðist hafa skolazt eitthvað til. Einu sinni urðu „sandalar" úr „sauðalær" hjá öðrum fræðimanni. í lýsingunni á Lotus comiculatus (á norsku Tiriltunge, hjá liof. Þyriltunga; hvað er þyrill?) stendur: „með . . . þrífingruðum blöðum og örsmáum axla- blöðum". Það þarf ekki annað en að líta á 80. mynd a, sem er á sömu opnu, til þess að sjá, að þetta er ekki rétt, því að þar eru smáblöðin fimm og nokk- urn veginn jafnstór. Lýsingin er annars tekin úr Lid, nema hvað hann segir „to par jamstore finnar og 0rsmá pyreblad". Höf. hefur samt einhvers staðar rekizt á, að blöðin séu þrífingruð. Með því að blanda þessum tvennu saman, fær höf. út þessa vitleysu. Sannleikurinn er sá, að um þetta atriði eru tvær skoðanir: 1) að blöðin séu samsett, með 5 smáblöðum og axlablöðin séu ör- smá (2 gulir kirtlar við blaðfótinn), eða 2) að blöðin séu þrífingruð, en axla- blöðin jafnstór smáblöðunum, og þess vegna fjarri því að vera örsmá. Það sem höf. býr til af nýyrðum, t. d. kjarrlendi, heiðlendi, strandengjar (hét áður sjávarfitjar), ákveðni og þolni (bls. 23) hirði ég ekki um að eltast við. Einnar sagnar, sem höf. notar mjög víða, verð ég þó að geta. Það er sögnin „að svartna" (t. d. bls. 188), sem þýðir sama og að sortna, en heitir reyndar svo á norsku! Og svo kemur rúsínan, en hún finnst í grasalyklinum á bls. 61. Annars hef ég ekki athugað svo nákvæmlega stara- og grasalykilinn frekar en byrjunar- lykilinn, aðeins litið á þá hér og hvar. Grasalykillinn virðist að einhverju leyti vera soðinn upp úr Flóru íslands, en lagast ekki í meðferð höf. Þegar maður ætlar að greina Triticum (hveiti), Agropyron eða Secale verður að fara í gegnum þennan hreinsunareld:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.