Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 93
UMSAGNIR UM BÆKUR
83
skaðleg. Stundum dembir höf. saman lýsingum úr Flóru íslands og norsku flór-
unni, án þess að vita nokkuð um, hvort hægt er að heimfæra norsku sérkennin
upp á íslenzkar plöntur. Verður útkoman æði kyndug stundum. Tökum t. d.
Veronica anagallis-acquatica (bls. 237); „Krónan Ijósblá eða bláhvít með
dekkri æðum, 4—5 mm breið. Hýðið á lengd við bikarinn eða lítið eitt lengra,
tvíhyrnt, nærri hnöttótt, 3 mm langt og 2 mm breitt". Það væri nú skrítinn
hnöttur í laginu! Stefán Stefánsson (bls. 194): „Krónan bláhvít með dekkri
æðum. Hýðið á lengd við bikarinn eða lítið eitt lengra, tvíkúpt, nærri hnött-
ótt“. Lid (bls.‘ 475): „Bleikblá krone, 4—5 mm brei. Kapselen 3 mm lang, 2
mm brei“. Annað dæmi er Carex rariflora (bls. 102): „Blöðin . . . dökk-blá-
græn eða fagurgræn". Stefán: „Blöðin . . . fagurgræn eða grágræn". Lid:
„Mprkt blágrpne blad“. Skrítin klausa finnst hjá brennisóleynni (bls. 147):
„Stofnblöðin handlaga, 3—5-skipt og fimmhyrnd að ummáli"! En stundum er
vandinn meiri. Hver skyldi nú vera fræflatalan hjá Ranunculus confervoides,
því að Lid segir 4—5, en Stefán 15? Askell Löve: „.. og frekar fáum fræfl-
um“!
Þótt krómósómtalan sé sú sama, getur samt verið mismunur á útliti plantn-
anna hér og í Noregi. Lýsinguna á Petasites þýðir höf. óbreytta upp úr norsku
flórunni og því stendur m. a. (bls. 259): „. . . blöð . . sem geta orðið allt að
því einn metri á hæð og 60—70 sm á breidd". Ilér á landi ná þau varla nema
þriðjungi þessarar stærðar. Stundum kemur það þó fyrir, að höf. finnur að
eitt og annað á ekki við íslenzka staðhætti. Lýsingin á bláliljunni er þýdd
orðrétt upp úr Lid, nema orðin: smakar som psters. Islendingar hafa fæstir
lagt ostrur sér til munns, enda snýr höf. því þannig: „dálítið sölt og þægileg(!)
á bragðið". Eg segi nú fyrir mitt leyti, að mér finnst ostrur vondar.
Höf. setur reiðingsgrasið (bls. 222) í sérstaka ætt, Menyanthaceae, en í
Flóru íslands er það í Gentianaceae. Látum það vera gott og blessað, en þá
verður höf. að búa til ættarlýsingu, því að ættin er hvorki til hjá Stefáni né
Lid. Það er fljótgert. Ilöf. tekur bara það úr ættarlyklinum (Gentianaceae) í
Flóru Islands, sem stendur um reiðingsgrasið til aðgreiningar frá maríuvend-
inum og blástjörnunni, og ættarlýsingin er komin!
Það sem er nýstárlegt við bókina í samanburði við Flóru fslands, er, auk
formálans, aðallega byrjunarlykillinn á bls. 26—32 og fleiri lyklar, þýðingam-
ar úr norsku flórunni, myndirnar og „íðorðakaflinn" (skýringin á fræðiorðum),
að ógleymdum fíflunum!
Formólinn
Höf. segir í formálanum (bls. 6): „Ef okki er hægt að nafngreina einhverja
jurt með aðstoð bókarinnar, er ekki ósennilegt, að um nýja íslenzka tegund sé
að ræða. Þá er bezt að senda eitt eða fle'ri þurrkuð eintök til einhvers sér-
fræðings til að fá úr þessu skorið." Eg vil fyrir hönd íslenzkra grasafræðinga
skora á þá, sem kynnu að nota þessa bók, að senda ekki til okkar allar þær
plöntur, sem þeir geta ekki greint eftir henni. Þær tegundir íslenzkar, sem