Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 14
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON :
Sigurður Stefánsson
og íslandslýsing hans
Það bar til einn dag á öndverðum vetri fyrir þremur og hálfri
öld, að tveir ungir menn voru á leið til Skálholts frá Mosfelli í
Grímsnesi. Þeim hafði verið vel veitt að Mosfelli og voru þeir all-
ölvaðir. Á vesturbakka Brúarár, sem rennur fram straumhæg og
breið miðja vegu milli Mosfells og Skálholts, stöldruðu þeir við til
að bíða eftir ferju. Ferjumanninum dvaldist, og þeir félagar lögð-
ust til hvíldar á árbakkanum. Á þá seig svefnhöfgi og svo hörmu-
lega vildi til, að annar þeirra valt sofandi niður í ána og drukknaði.
Líkami hans fannst síðar suður hjá Laugum við Brúará og var
grafinn í forkirkjunni í Skálholti.
Margt var rætt um þennan dauðdaga. Töldu sumir, að hér hefði
álfar verið að verki og viljað koma fram hefndum á þeim, sem í
ána valt, því „hann hafði skrifað eitthvað um álfa“. Ekki er og ólík-
legt, þótt hvergi sé í frásögur fært, að einhverjir hafi sett svefnhöfgi
þeirra félaga í samband við veitingarnar að Mosfelli.
Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hún Brúará hirti mannslíf, svo
að umtalað varð. 162 árum áður höfðu nokkrir framtakssamir Frón-
búar troðið afdönkuðum Uppsalaerkibiskupi í poka og drekkt hon-
um sem hvolpi í þeirri sömu á. En þennan snemmvetrarmorgun
annó 1595* átti hún dýrmætara feng að fagna. Sá er í ána féll var
Sigurður Stefánsson, nýútnefndur rektor við Skálholtsskóla og sakir
* Þess skal getið, að fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um það, hvaða
ár sá atburður hafi gerzt, er hér er frá greint. Sumir telja hann hafa gerzt 1594
eða jafnvel 1593. Öruggustu heimildirnar benda þó næsta eindregið til þess,
að það hafi verið 1595.