Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 106
96 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hnekkja því, kemur hann inn fullyrðingum um lélega þýð'ingu, flausturslegan frágang o. s. frv., þó án þess að færa að slíku gild rök. Siíkar fullyrðingar sæma betur illum málstað en góðum. Ef Guðni Guðjónsson hefði kynnt sér fleiri norrænar flórur en þær, sem hann nefnir í grein sinni, og borið þær saman, myndi hann hafa séð, að jafn- vel prófessor Nordhagen, höfundur einnar hinnar beztu flóru Norðurlanda, hefur gert sig sekan um nákvæmlega sama „stórglæp“ í báðum sínum flórum, án þess að geta heimildarrlta að nokkru! Og hefði Guðni litið út yfir önnur lönd, myndi hann hafa fundið slíkt hið sama í þeim öllum, og jafnvel í Ame- ríku kom nýlega slík bók byggð á nýju vísindariti, án þess að þess væri getið, — og engum datt í hug að áfellast höfundinn fyrir það. En það er kannski munur á siðferðisþroska Islendinga og erlendra þjóða? Þó býst ég við, að ef Guðni hefði gert sér jafn mikið far um að taka „Flóru íslands“ og bera hana til dæmis saman við Noregsflóru Blytts, lágþýzku flóruna eftir Ascherson og nokkur önnur rit, hefði hann sennilega gert sömu uppgötvun án mikils erfiðis! Samt hefur engum nokkru sinni dottið í hug að skriía langa svívirðingagrein um þessa höfunda fyrir þetta, þótt nú séu ágizkanir um svipað athæfi notaðar til að reyna að telja fólki trú um, að ég sé á allan hátt ósvífnari en aðrir grasafræðingar og bók mín sú versta, sem birzt hefur af þessu tagi! Ileldur myndi lífið verða leitt fyrir Guðna Guðjónsson, ef hann sæi sig neyddan til að setja ofan í við alla þá mörgu, sem fengið hafa lánað úr ritum annarra við samningu bóka um dýrafræði, grasafræði, eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði, landafræði, málfræði og kristinfræði, svo að nokkur fög séu nefnd, þar sem stuðningur við og lán frá fyrri höfundum eru óumflýjanleg. Að ég minnist ekki á alfræðiorðabækur. Guðni Guðjónsson hefur farið frekar flausturslega yfir þær bækur, sem hann telur mig hafa notað sem heimildarrit, sem og yfir hinar, er hann nefnir til dæmis um frumleika annarra höfunda. Helming norrænu flóranna vantar, og óvandvirknin sést bezt á því, að hann skuli ekki hafa fundið neitt sameiginlegt með minni bók og Blytts eða Nordhagens, því að þær bækur notaði ég meir en flestar aðrar og hafði þær opnar á borðinu fyrir framan mig, meðan ég var að athuga íslenzk eintök af hinum ýmsu tegundum og skrifaði meginhluta bókarinnar. Færari vísindamaður en Guðni Guðjónsson getur borið vitni um, að heimildarrit mín eru miklu fleiri en tvö, þótt mér komi ekki til hugar að andmæla því, að ég studdist bæði við flórur Stefáns og Lids auk Blytts, Nordhagens, Lindmans, Krok & Almquists, Holmbergs, Ascherson & Graebn- ers, llegis og Flora USSR, og svo gerðist ég auk þess svo frekur að fá leyfi félaga míns og vinar, prófessor Hulténs, til að styðjast við ýmsa hinna af- bragðsgóðu lykla í Alaskaflóru hans. En Guðni hefur sennilega aldrei litið í margar þessara bóka, enda fæst hann við annað en slíkt við rannsóknir sínar á fíflum. Ég ætla ekki að gera neina tilraun til að sannfæra fólk um, að Guðni hefur ekki hitt naglann á höfuðið, þegar hann velur dæmi úr öllum þeim aragrúa,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.