Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 39
TVEIR KAFLAR ÚR ÓPRENTAÐRI BÓK
29
dyggð, hina veglegustu allra dyggða. Ekkert í heimi siðspillir mann-
inum ineira en brot á lögum sannleikans, drengskaparins. Þetta er
ein afleiðing heimsvaldastefnunnar, útkjálkaandans, sem svo margt
illt og litilmótlegt hefur í för með sér. Á þessum erfiðu tímum er
þörf á heimsborgarahyggju, — ekki hvað sízt þýzkri, og þegar
manni þykir í hjarta sínu vænt um Þýzkaland og þýzku þjóðina
eins og mér, hlýtur manni að leyfast að vona, að allir Þjóðverjar,
sem kjósa frjálshyggju og drenglyndi, — og það gera þeir margir,
— megi læra að líta á heiminn og mannlífið frá ahnennu mannlegu
sjónarmiði, en ekki þýzku. Mér verður að leyfast að segja þetta allt,
af því að ég hef alltaf vænzt mikils af þýzku þjóðinni. Ekki sem
herraþjóð, heldur sem meðbræður munu Þjóðverjar geta lagt fram
sinn skerf til þess, að mannlífið verði fegurra og betra.
Gísli Asmundsson íslenzkaði
Martin Andersen Nexö varð sem kunnugt er að' flýja föðurland sitt undan
ofsóknum Þjóðverja, er höfðu um tíma haldið honum í fangelsi. Lifði hann sem
flóttamaður í Svíþjóð og ritaði þar hókina „Breve til en Landsmand“, sem er
nýkomin út í Danmörku. Aður en bókin var prentuð gaf hann Tímariti Máls og
menningar leyfi til að birta úr henni þessa kafla, og eru þeir valdir til þýðingar
af höfundinum sjálfum.
Ritstj.