Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 105
UMSAGNIR UM BÆKUR 95 bókarinnar, en hið síðara, að engir aðrir höíundar svipaðra bóka hafi nokkru sinni gert sig seka um svipað athæfi. Auk þess gengur hann svo langt, að hann heldur því blákalt fram, að hinir erlendu vísindamenn, sem sömdu lýsingarnar á fíflum og undafíflum, hafi líka stuðzt við „Flóru Islands" eftir Stefán Stef- ánsson, þó „ekki að ráði“. Samt veit hann vel, að hvorugur þeirra skilur ís- lenzku og að báðir eru þekktir að því að vera á allan hátt fremri vísindamenn en allir íslenzkir grasafræðingar til samans. Það er erfitt að vera spámaður, en enn erfiðara er þó að leika leynilög- regluþjón um leið, enda hefur Guðna brugðizt bogalistin í því. Hann heldur því fram af offorsi miklu í upphafi greinarinnar, að ég hafi „stolið“ lýsingum á rúmum 100 tegundum „svo að segja orðrétt" eftir Flóru Islands, og síðan tekið „rúmlega 250 tegundalýsingar" að öllu leyti úr „Norsk flora“ eftir Lid. Og um 150 lýsingar kvað ég hafa tekið „að hálfu leyti" úr hvorri þessara bóka. Þessu til sönnunar hefur hann strikað undir þær setningar og orð, sem hann á við, í eintökum af þessum bókum, að því er mér skilst, en ég er dálítið hissa á, að hann skuli ekki líka hafa gert sér far um að finna eins setningar og orð í minni bók og Biblíunni, því að þá hefði hann líka getað bætt því við, að ég hafi jafnvel sýnt þá óhemju frekju að taka að láni orð úr þeirri bók. Eða ein- hverri bók annarri! Seinna uppgötvar Guðni þó, að þetta allt er of mikið sagt, og þess vegna má hann til með að bæta þeirri skýringu við, að ég hafi snúið við lýsingum, ruglað þeim saman og þýtt vitlaust, því að öðrum kosti.myndi ásökunin ekki ná til- ætluðum árangri. Guðni dylgjar um, að tegundalýsingarnar séu aðeins „langar og skilmerkilegar", „þegar þær eru skrifaðar úr Flóru Islands", en „annars staðar er þeim mjög ábótavant". (Báðar þessar setningar hafa áður birzt nær orðréttar í „Alþýðublaðinu", svo að jafnvel gagnrýnandinn tekur setningar að láni frá öðrum, án þess að geta þess að neinu). Engu að síður telur hann þess- ar lélegu lýsingar stolnar frá Lid, en bók hans hefur alls staðar hlotið frábær- lega góða dóma, og mætti ímynda sér, að Guðni hefði talið þeim það til ágætis. Auðvitað hefur Guðni ekki viljað skilja, að lengd lýsinganna fer eftir öðru en óskum hans, eða hefur hann aldrei flett upp í stuttorðum skólaflórum er- lendum? Og þegar hann telur sig hafa „sannað" með glamuryrðum, að ég viti ekki, hvernig lýsa skal jurtum, þar eð ein eða örfáar lýsingar eru ekki alveg eftir hans kokkabók, skýtur hann yfir markið, því að honum sjálfum og öðrum er vel kunnugt um, að ég hef fengizt margfalt meir við lýsingar nýrra jurtategunda og deiltegunda en hann. Guðni Guðjónsson er í raun og veru ekki að gera neina merkilega uppgötv- un, þegar hann nýr mér „ritstuldi" um nasir, og þótt sú ásökun hans vegi ef til vill mest í augum illgjarnra manna, sérstaklega ef þeir hafa slæma sam- vizku sjálfir, sjá hinir greinilega, að svo framarlega sem ég hef tekið allt það, sem er að finna í minni bók, úr þessum tveim bókum, hlýtur mín bók að vera að minnsta kosti sæmilegt hjáiparrit, þar eð Guðni telur að minnsta kosti aðra þessara bóka svo góða, að „leitun sé á jafnvandaðri flóru“. En til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.