Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 110
100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um jurtum, en ekki fyrir þá „sérfræðinga", sem leggja aðaláherzlu á að sjá
eitthvað ljótt og misheppnað í öllu.
Eg nenni ekki að deila við Guðna um orðamun eins og „gráertur — fóður-
ertur“, því að sennilega á hann við annað afbrigði en ég af sömu deiltegund,
en það er óþarfi fyrir hann að reyna að kenna mér muninn á þessum deil-
tegundum. Og þótt „umritunin" á orðunum „venjulegast — oftast", „helm-
ingi — tvöfalt", „meira eða minna — mikið eða lítið“ o. s. frv. sé ekki
ætíð frá mér, fremur en „háblöðóttur — blaðhár", kæri ég mig kollóttan
um „skrítlur" hans í sambandi við þær. Og ég efast ekki um, að mál-
fræðingurinn, sem á bak við þær stendur, kann riióðurmál okkar betur en
við Guðni báðir. Aðrar málfræðilegar athugasemdir kæri ég mig ekki heldur
um að elta ólar við, hvorki það, að orðið „hafrar" er ekki til í eintölu, þótt
það sé svo í „Flóru Islands", né hitt, þegar Guðni setur hið góða og alþekkta
íslenzka orð „íðorð“ í samband við „handíðir“ einar. Ekki er það mín sök.
að hann læzt ekki vita, að íslenzka orðið „jurt“ þýðir hið sama og danska
orðið „Plante". Og þótt hann vilji telja fólki trú um, að hann viti miklu meira
en ég í grasafræði, er honum ekki kunnugt um, að æxlikorn geta ýmist verið
blaðgróin eða ekki, og svo leggur hann mér það til lasts, að ég skuli vita
þetta!
Þótt Guðni fullyrði við skrifborð sitt, að enginn geti haft gagn af þessari
frámunalega lélegu bók og lýsingum hennar á íslenzkum jurtum, sögðu fjöl-
margir alþýðumenn mér í haust bréflega og munnlega, að þeir hefðu þá þegar
liaft meiri not af henni en Flóru Islands, sem ætíð hefur verið strembin fyrir
alþýðu manna.
Guðni Guðjónsson gerir sér far um að sannfæra fólk um, að ekki séu einu
sinni myndirnar í „íslenzkum jurtum" nothæfar, enda er öll greinin sett saman
með þeim ásetningi einum, að sletta óþverra á hverja síðu bókarinnar eigi
síður en á höfund hennar. Alþýða manna ætti að bera þær saman við mynd-
irnar í Flóru Islands, sem Guðni hælir svo mjög, sem og við jurtirnar úti í
náttúrunni. Allmargar myndanna í minni bók eru algerlega nýjar og teiknaðar
eftir íslenzkum eintökum, sumar eru breyttar eftir íslenzkum eintökum, sem til
eru í safninu í Osló, en aðrar eru eftir norskum tegundum. Johannes Lid, safn-
vörður í Osló, er miklu betur kunnugur íslenzkum jurtum en Guðni er, því að
hann hefur íerðazt hér á landi tvisvar og safnað miklu. Og hann bar mynd-
irnar og íslenzku eintökin saman, alveg eins og ég gerði sjálfur, áður en mót
voru gerð af þeim. Myndin af Juncus bufonius var. ranarius er af afbrigðum,
en ekki af aðaltegundinni, þótt Lid hafi ekki séð ástæðu til að taka það fram
í sinni bók. Og livað sem kunnáttu Guðna í grasafræði líður, er mynd númer
118c af Matricaria maritima var. phaeocephala. Þar að auki eru myndimar
af Gentiana campestris og G. Amarella af sömu deiltegundum og finnast hér-
lendis, þótt láðst hafi að geta þess undir þeim. En eintökin eru tekin í fjöllum
Noregs, enda er ekki hægt að skilja á milli eintaka þaðan og héðan, að því