Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 41
BALDUR BJARNASON : KÍ N A í fortíð og nútíð Austan hins mikla Miðasíuhálendis liggja sléttur nokkrar með fram ánum Hóanghó og Jangzekiang. Árnar vökva sléttur þessar og færa þeim grósku og frjósemi. Svæði þessi urðu því snemma aðal- ból menningar og fastrar þjóðfélagsskipunar. Og smám saman urðu þau kjarninn í víðlendu og voldugu ríki, sem þandi sig alla leið frá hafinu að hinum hrjóstrugu háfjallasvæðum Miðasíu. Þar voru ræktunarskilyrði lítil og fólkið sem bjó þar varð því að lifa á veið- um og hjarðmennsku, og hafði því engin skilyrði til fastrar þjóð- félagsskipunar. Háfjöll og frumskógar aðskildu menningarríkið mikla í Austurasíu frá akuryrkjuþjóðum Indlandsins eystra og vestra. íbúarnir urðu því einangraðir frá öðrum siðuðum þjóðum um langt skeið og af því land þeirra var að mestu umkringt af hirð- ingjalöndum og hrjósturssvæðum nefndu þeir ríki sitt Miðríki. Þeir litu á það sem þungamiðju alheimsins og sjálfa sig sem úrvalsþjóð mannkynsins. Grískir austurlandakaupmenn sem á langferðum sín- um heyrðu talað um hið mikla ríki í austri nefndu það Síne eða Kína, svo heitir það enn í dag á málum vestrænna þjóða. íbúana nefnum vér Kínverja. Þessi merkilega þj óð hafði myndað afar vold- ugt og merkilegt menningarríki meðan forfeður okkar á Norður- löndmn ldæddust í skinnfeldi og notuðu steinvopn og verkfæri. Þá voru Grikkir og Rómverjar ennþá óskrifandi bændur og plógkarlar. Kínverjar eru elzta núlifandi þjóð heimsins. Sumar borgir þeirra eru margra árþúsunda gamlar, svo og hókmenntir þeirra. Þeir þekktu púður og postulín, prentlist og pappírsgerð löngu á undan öllum Evrópuþjóðum. Kínverjar urðu lærifeður og fyrirmynd allra sinna nágranna, einkum þó hinna smávöxnu manna í landi sólar- uppkomunnar austan Gulahafs og Kínahafs, sem vér nefnum Japana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.