Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 55
SKÚLI GUÐJÓNSSON :
ÁFANGAR
Fyrir tveimur árum ritaði ég greinarkorn og sendi Búnaðarfélagi
íslands, i tilefni af því, að stofnun þessi hafði auglýst í blöðum og
útvarpi eftir tillögum, varðandi skipan búnaðarmála. Engar vonir
gerði ég mér þó um að auðgast á þessari iðju, bæði sökum eigin
óverðleika, en eigi síður vegna hins, að ég vissi upp á mig skömm-
ina með að vera á annarri „línu“, í ýmsum veigamiklum atriðum,
en væntanleg dómnefnd ritgerðanna. — Birti ég nú greinarkorn
þetta nokkuð stytt, en óbreytt að öðru leyti, enda þótt hjól tím-
ans hafi aldrei snúizt jafnhratt og þessi tvö síðustu ár. En satt er
þó bezt að segja, að nú myndi ég vilja reikna með skjótari þróun
þeirra mála, er greinin fjallar um, en ég gjörði á jólaföstunni
1943. Lesendur bið ég hafa í huga, að það var sania árið, sem
Vilhjálmur Þór pressaði vísitöluna niður með smjöri, neytenda-
styrkurinn var greiddur til Breta og kjötið var urðað i hraunum.
Sk. G.
FORSPJALL
Búnaðarfélag íslands hefur látið það boð út ganga, að það vilji
verðlauna fyrirmyndar tillögur um skipan búnaðarmála á landi hér.
Það eru aðallega fjögur eftirtalin atriði, sem tillagna er óskað
um:
1. Skipulag.
2. Félagsleg samtök.
3. Búrekstur.
4. Viðskiptahættir.
Þessi verkefni eru flest þannig vaxin, að einstakir menn geta tæp-
lega gert þeim þau skil, að viðhlítandi sé. Til þess að geta myndað
sér ákveðnar rökstuddar skoðanir um þessi atriði, myndi þurfa all-
ítarlegar rannsóknir og víðtækar endurteknar tilraunir.
Uppástungur og tillögur einstakra manna hljóta því að takmark-
ast af þeirra eigin persónulegu reynslu og þeim skoðunum, sem þeir