Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
menningarmál kappkosta að losa sig við, útkjálkinn, — mælikvarði
og takmark allra hluta.
Af nokkrum hundruðum andnaziskra flóttamanna þýzkra, sem
komu til Danmerkur 1933, lærðu aðeins fáeinir að tala dönsku
þolanlega. Hernámið kom þeim ónotalega á óvart, — það reyndist
erfitt að fara huldu liöfði fyrir þá, sem aðeins töluðu bjagaða
dönsku og þurftu nú að leynast fyrir löndum sínum. En í þessu var
þó frelsun fólgin, að því er suma snertir — þrátt fyrir sósíalisma
og kommúnisma. Föðurlandið kom til þeirra og lagði þá að hjarta
sér í ríki Hitlers, leiddi þá aftur heim, „Hobrow“ sigraði heiminn,
„hin ])ýzka tryggð“ varð yfirsterkari þakklætinu til þeirra, sem
höfðu skotið yfir þá skjólshúsi og fætt þá í margra ára útlegð.
Sumir þeirra tóku þátt í að framselja Danmörku hernámsríkinu.
Að tveim undanskildum voru þeir ekki njósnarar, en þeir féllu fyrir
hugtakinu „hin þýzka tryggð“. Það var eitthvað bogið við hið al-
menna manneðli þeirra, útkjálkinn, „hið mikla föðurland“ átti of
sterk ítök í þeim.
1 Moskvu sitja þýzkir kommúnistar, sem búnir eru að njóta gest-
risni þar í nærri því heilan áratug og launa hana með því að vilja
ekki læra rússnesku. Þeir vilja ekki bregðast föðurlandi sínu með
því að viðurkenna, að nokkuð sé nýtilegt í hinurn nýja heimi þar
austur frá, vilja helzt loka augunum fyrir því, að hann sé til. Þetta
er nú ættjarðartryggð, sem um munar. En víðs vegar um suður-
hluta Rússlands getur maður rekizt á fámennar Þjóðverjabyggðir,
sem sýna „hina þýzku tryggð“ ennþá hreinræktaðri. Fyrir tæpum
tveim öldum hrökkluðust þeir að heiman og fundu þarna griðastað,
en ennþá stauta þeir þýzku, fáskrúðuga, ófullkomna þýzku frá því
fyrir daga Goethes. Þeir hafa ekki samlagazt hinu nýja föðurlandi
sínu, heldur mynda litla þjóðernislega hólma, aftur úr í andlegum
efnum, halda fast við „hina þýzku tryggð“ og „Hobrow“ og vona,
að Þýzkaland muni fyrr eða síðar færa út landamæri sín alla leið
til þeirra. Nú hefur það reyndar um stundarsakir náð til þeirra,
og kannski fer þeim eins og gamalsvíunum, sem vöknuðu ekki fyrr
en um seinan.
Fyrr má nú vera „heimskan“ að upphefja vanþakklætið til þeirra,
sem skotið hafa skjólshúsi yfir hælislausa flóttamenn, í veglega