Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 83
UMSAGNIR UM BÆKUR 73 landsins, en flytti sig á œtisgöngu i stórkostlegum torfum til norður- og austur- strandarinnar að lokinni hrygningu. Enn fann Bjarni Sæmnndsson fyrir því skilríkar sannanir, að við Island búa tvö síldarkyn, vorgotssíld og sumargotssíld. Um hrygningu og kyneinkenni þessara stofna hafa síðar ýmsir vísindamenn fjallað. Rannsóknir kyneinkenn- anna hafa leitt í ljós, að vorgotssíldin íslenzka líkist svo mjög norskri síld, að telja verður þær til sama kyns, sem nefnt hefur verið atlanto-skandinaviska síldarkvnið. Aftur á móti er sumargotssíldin íslenzka frábrugðin vorgotssíld- inni og er þó munurinn ekki mikill. Lirfur og seiði vor- og sumargotssíldar hafa fundizt hér við land, sérstak- lega við suðurströndina, annars vegar snemma vors (apríl), hins vegar síðla sumars (júlí-ágúst). Bœði síldarkynin okkar hrygna því tvímœlalaust í heita sjónum við suður- og suðvesturströndina, en eins og síðar skal vikið að, veit enginn livar eða í hvað stórum stil. § Á fyrsta þriðjungi þessarar aldar óx líka þekking okkar á lífsháttum norsku vorgotssíldarinnar, sem, eins og að framan er greint, ber hin sömu kynein- kenni og sú íslenzka. Skulu hér rakin iirfá atriði þeirrar sögu. Við Noreg hafa víðáttumiklar hrygningarstöðvar síldarinnar þekkzt um all- langt skeið. Hn’gnir síldin botnlægum eggjum, helzt á harðan botn, í námunda við land. Liggja hrygnirgarsvæði víðs vegar með fram mestallri strönd Noregs, frá Líðandisnesi norðtir til Lofoten, en samfelldust og stærst eru þau milli Stavanger og Bergen. Vorgotssíldin hrygnir þarna í byrjun marzmánaðar og leitar sí’din inn á grunnin í tveimur lotum. „Stórsíldin" svokallaða leggst fyrst að landi: það eru eldri árgangar stofnsins, sem hrygnt hafa áður. Síðar kemur „vorsíldin1- svonefnda, en það er síld, sem hrygnir í fyrsta sinn, og er þá kringum 5 ára gömul. Á gotsíld þessari byggjast síldveiðar Norðmanna að langmestu leyti. Eggin klekjast seinni hluta marz eða í bvrjun apríl og vaxa seiðin upp með fram allri Noregsströndu og dreifast þau mjög með straumunum, meðan sund- þróttur þeirra er lítill. Þegar síldin er á þriðja eða fjórða ári hverfur hún til hafs, og þar til hún leitar inn á grunnin til hrygningar, hafa menn um hana býsna óglöggar jregnir. Sama máli gegnir um göngur „stórsíldarinnar' utan hrygningartímans. Hefur þótt sennilegt, að hún hefðist einkum við á hafdjúp- inu mikla fyrir norðan Færeyjar. § Eg hef hér að framan gert grein fyrir nokkrum höfuðdráttum, sem okkur voru kunnir um lífsháttu atlanto-skandinaviska síldarkynsins, þegar Ámi Frið- riksson hóf hér síldarrannsóknir. Honum þótti það frá upphafi vænlegt við- fangsefni að leita uppi gotstöðvar íslenzka síldarstofnsins, þannig að við gæt- um veitt hann á grynningum hrygningarsvæðanna, er samkvæmt fyrri rann- sóknum áttu að liggja einhvers staðar undan Suðurlandi. Varðskipið „Þór“ var húið tækjum, og vorin 1935 og 1936 voru gerðar allvíðtækar jannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.