Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 102
92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki hægt að greina fíílana eftir þessum lyklum, og ekki bætir úr skák, þegar
myndir vantar af þeim flestum, eins og í umræddri bók. En höf. skal njóta
þess sannmælis, að hann er ekki einn um þessa sök, því að flestir flóruhöf-
undar hafa til skamms tíma klykkt út með þessu fíflamori. En ég hefði bara
búizt við, að höf. væri upp úr slíku vaxinn, þar sem hann er bæði erfðafræð-
ingur og fíflafræðingur. Þær fáu hræður, sem hafa gaman af að fást við þessar
fallegu jurtir, liafa ekkert gagn af þessum flórulyklum, en verða hvort eð er
að leita í ritgjörðir fíflafræðinganna, sem eru þeim alveg óskaðlegar, þótt
hiifundar þeirra séu oftast ólærðir grasafræðingar (amateur).
Að endingu
Krómósómtölur („litþráðatölur") eiga alls ekki heima í flórum (Anthox-
anthum bls. 63, Plantago maritima bls. 244), enda er ekki minnzt á aðrar en
þessar tvær! Það færi betur á, að tegundalyklar væru hafðir með alls staðar,
jafnvel þótt ekki séu nema tvær tegundir í ættkvíslinni, og þá ekki síður, þegar
fleiri eru (Bromus, Lepidium, Ribes). Hitt er galli og óþarfa ósamræmi að
láta þá vanta sums staðar.
Hvers vegna höf. tölusetur allar tegundimar, en notar það að engu, er ekki
gott að vita. Það væri ólíkt auðveldara að finna lýsingu tegundarinnar, sem
hefur verið greind, ef talan stæði við nafnið í lyklinum (sbr. starirnar, sem
eru 40). Það bætir ekki úr skák. að röðin á ættkvíslunum í hverri ætt og
tegundunum í hverri ættkvísl er ekki sú sama sem í lyklinum og virðist ekki
vera farið eftir neinum ákveðnum reglum með það.
Nafnalistarnir eru mjög ófullkomnir. í engum nafnalistum er hægt að finna
stör eða aðrar tegundir, ef maður man bara latneska nafnið; það er ekki ann-
að að gera en að fletta í gegnum alla ættkvíslina. í engum nafnalista er hægt
að finna svo þekkt plöntuheiti sem draumsóley, augnfró eða smára. Nei, maður
verður að gá að melasóley, ólafsaugnfró, hvítsmára eða einhverju slíku.
Svo vantar tilfinnanlega fræðiorðasafn. Höf. hefur einhvern „íðorðakafla“,
sem ég hef ekki athugað nákvæmlega, en þó blaðað dálítið í. Þessi „íðorða-
kafli“ er að minnsta kosti mikil afturför frá fræðiorðaskýringum Flóru íslands,
ekki sízt vegna þess, að höf. virðist nota ýmsar glósur, sem ekki eru skýrðar í
þessum kafla (t. d. bleðlótt, rykkirennd) og ekki er hægt að búast við, að byrj-
endur þekki. Það er ekki hlaupið að því að slá upp fræðiorðum, sem mann
vantar, jafnvel þótt þau séu skýrð þarna.
Það ætti að vera nóg komið af dæmum til að sanna, að ég fer ekki með
fleipur, þegar ég segi, að bókin sé ónothæf og skaðleg byrjendum. Til sönn-
unar staðhæfingum mínum um stuldi úr Flóru íslands og þýðingar úr Norsk
Flora eftir Lid ætla ég að leggja eitt eintak af umræddri bók á Landsbóka-
safnið, þar sem strikað er með rauðu og svörtu bleki undir það, sem tekið er
úr þessum bókum, eftir því sem ég hef fundið. Geta menn þá sjálfir borið
saman.
Það mun varla ofmælt, þó sagt sé að bók þessi hljóti að verða vonbrigði