Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 14
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON : Sigurður Stefánsson og íslandslýsing hans Það bar til einn dag á öndverðum vetri fyrir þremur og hálfri öld, að tveir ungir menn voru á leið til Skálholts frá Mosfelli í Grímsnesi. Þeim hafði verið vel veitt að Mosfelli og voru þeir all- ölvaðir. Á vesturbakka Brúarár, sem rennur fram straumhæg og breið miðja vegu milli Mosfells og Skálholts, stöldruðu þeir við til að bíða eftir ferju. Ferjumanninum dvaldist, og þeir félagar lögð- ust til hvíldar á árbakkanum. Á þá seig svefnhöfgi og svo hörmu- lega vildi til, að annar þeirra valt sofandi niður í ána og drukknaði. Líkami hans fannst síðar suður hjá Laugum við Brúará og var grafinn í forkirkjunni í Skálholti. Margt var rætt um þennan dauðdaga. Töldu sumir, að hér hefði álfar verið að verki og viljað koma fram hefndum á þeim, sem í ána valt, því „hann hafði skrifað eitthvað um álfa“. Ekki er og ólík- legt, þótt hvergi sé í frásögur fært, að einhverjir hafi sett svefnhöfgi þeirra félaga í samband við veitingarnar að Mosfelli. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hún Brúará hirti mannslíf, svo að umtalað varð. 162 árum áður höfðu nokkrir framtakssamir Frón- búar troðið afdönkuðum Uppsalaerkibiskupi í poka og drekkt hon- um sem hvolpi í þeirri sömu á. En þennan snemmvetrarmorgun annó 1595* átti hún dýrmætara feng að fagna. Sá er í ána féll var Sigurður Stefánsson, nýútnefndur rektor við Skálholtsskóla og sakir * Þess skal getið, að fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um það, hvaða ár sá atburður hafi gerzt, er hér er frá greint. Sumir telja hann hafa gerzt 1594 eða jafnvel 1593. Öruggustu heimildirnar benda þó næsta eindregið til þess, að það hafi verið 1595.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.