Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 97
UMSAGNIR UM BÆKUR
87
undin finnist hér á landi. Þótt aðgreiningin á milli þeirra sé nokkuð óljós, er
það þó fjarri sanni að taka upp lýsinguna og myndina úr norsku flórunni á
aðaltegundinni, og setja hana hér á afbrigðið! Myndin (118 c) af Matricaria
maritima var. phaeocephala er ekki heldur rétt.
Hvers vegna höf. birtir myndir af öðrum deiltegundum af Gentiana cam-
pestris og G. Amerella en finnast á Islandi er mér óskiljanlegt. Það er vill-
andi að geta þess ekki, að þar sé raunverulega um aðrar deiltegundir að ræða.
Fræðiorðin
Höf. kallar þau íðorð! Þótt höf. vilji afsaka fráganginn á þessari bók með
því, að hún sé handavinna, sem eigi ekkert skylt við vísindamennsku, þá er
ég ekki í neinum vafa um, að Lúðvíg Guðmundsson myndi ekki útskrifa menn
úr Handíðaskólanum, sem léti svona vinnu frá sér fara!
Allir vísindamenn vita, hve hráðnauðsynlegt það er, að farið sé rétt með
fræðiorðin. Ef höf. notar þau öðru vísi en venja er til, er honum skylt að geta
þess, en oft virðist notkun þeirra fara í bága við „íðorðakaflann“. Svo er t. d.
um orðið „þráðmjór": Carex glacialis (bls. 105), „blöðin þráðmjó, flöt“. —
Deschmapsia alpina (hls. 66—67): „blöðin þráðmjó, lítið eitt flöt. — Jafnvel
Allium oleraceum hefur þráðmjó blöð (bls. 115). — Hálffjöðruð hlöð þekkir
höf. alls ekki (bls. 33, 39 og 40) eða mismun á fjaðurskipt og fjaðrað (bls.
176 og 223), örlaga og spjótlaga (t. d. bls. 164) o. s. frv. — Skv. lykli á bls.
243 skiptast aflöng blöð í egglaga og lensulaga blöð, en það er rangt; hins
vegar er rétt farið með það í „íðorðakaflanum". — „Loðinn" er oft notað í
rangri merkingu, t. d. eru blöðin á jarðarberjunum alls ekki loðin (bls. 177).
— Iðulega misnotar höf. orðið „jurt“ og ruglar saman fræðiorðunum „jurtir"
og „trékenndar plöntur". Lýsing rósaættarinnar (bls. 175) byrjar þannig:
„Jurtir eða smárunnar . . endar: „Allt fjölærar jurtir". Hvort höf. álítur
reyninn jurt eða smárunna er ekki gott að vita. — Kornsúran hefur „blað-
gróin æxlikorn"! Ætli höf. eigi ekki við öxin (viviparus)? — Á lifandi blá-
deplu er krónan ekki kjöllaga! Það er ekki að marka, hvernig hún getur
beyglazt við þurrkunina, ef höf. hefur aðeins séð þurrkuð eintök af þessum
tegundum. — Botrychium Lunaria og B. boreale hafa „gróbæran blaðhluta“,
en B. lanceolatum „gróax“. Hver er munurinn? Reynið bara að finna svarið
í „íðorðakaflanum“!
Fundarstaðir
I sambandi við fundarstaði eru líka fræðiorð um útbreiðslu plantnanna,
sem ekki má rugla saman. En notkun þeirra virðist mjög af handahófi þar,
sem ekki er skrifað upp úr Flóru íslands. Nokkur dæmi má benda á: Saxifraga
cemua (bls. 173) er sögð vera „alg. á N, Au og NV, sjaldg. á S.“ Hún er
hvergi alg. nema á N. — Epilobium collinum (bls. 203) „alg. um land allt“;
hvergi alg. nema á S og e. t. v. SV, sjaldg. á N. — Alchemilla faeroensis (bls.