Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 29
Dúfnaveislan Þú varst alstaðar og hvergi, sagði konan. Það fréttist þú hefðir verið þarna og þama. En þegar átti til að taka varstu farinn. En nú sleppurðu ekki. Ég var þeirri stund fegnastur er gagndrukkinn maður tosaði mig útúr þess- um róman. Hefurðu nokkurntíma vitað annað eins helvíti, sagði þessi fylliraftur og hló slefandi um leið og hann læsti mig í helgreipar sínar og kysti mig. Eruð þér ekki ánægður, spurði ég. Víst er ég ánægður, sagði maðurinn. Ég er íslenski lögreglustj órinn sem týndi passanum sínum í New York og vissi ekki leingur hvað hann hét. Þá sagði dómarinn í New York: látið lögreglubandið spila yfir honum alla þjóð- saungva heimsins og vita hvort hann tekur hvergi við sér. Leitt að ég skuli ekki vera nógu drukkinn til að geta talað við yður að gagni, sagði ég. Ef þú heldur þú sért betri en ég, þá er það ósköp einfalt: við skulum slást, sagði fyllirafturinn. En ég sé á þér að þú ert aumíngi. Það vildi ég óska að hér væri kominn norðmaður. Æ þama er þá loksins frægur maður, áreiðan- lega biskup, því hann er með gullkross. Það er innanum soleiðis fólk sem ég á heima. Það stóð heima, í því íslendíngurinn var um það bil að lykja fórnardýrið örmum, þá smugu tveir feitir þjónar í faðm honum svo biskupinn slapp en faðmarinn þóttist verr hafa. Þetta skeifhögg gerði hinsvegar að verkum að biskupinn slysaðist uppí opið geðið á mér. Með leyfi, sagði ég, úr því forsjónin hefur sent mig uppí fángið á yðar æru- verðugheitum, mætti ég þá leggja fyrir yður eina spurníngu í trúnaði: stað- urinn sá ama þar sem við erum staddir, er hann úthverfan eða ránghverfan á útvalníngunni? Mér finst þér spyrja ögn einsog gyðíngur, sagði biskupinn. Eftilvill er ég ekki kominn nógu lángt í guðfræði til að skilj a yður til fulls. Ég á við, er þetta náðin eða er það fordæmíngin? segi ég. Ég spyr af því að ég veit að sjálfur biskupinn muni ekki vera kominn híngað útí bláinn. Hm, sagði biskupinn. Eruð þér kalvínisti? Mig lángaði að heyra af yðar munni hvar við séum staddir og hversvegna við höfum verið kallaðir híngað? Með ánægju sagði biskupinn, og baðaði út hendinni mót virðulegum manni gullsnúruðum: Má ég kynna yður fyrir yfirmanninum í herforíngjaráðinu. Ég bið afsökunar herrar mínir, segi ég: auðvitað hefði ég átt að geta sagt mér sjálfur að það væri herforíngjaráðið en ekki kirkjumálastjórnin sem 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.