Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 111
yndi. Minjaþættirnir eru höfuðatriði bókar-
innar, en hún hefur einnig að geyma
greinagóða ritgerð um Þjóðminjasafnið og
sögu þess eftir Kristján Eldjám.
Hvar sem ég fletti, við eymm mér ólguðu
og sungu
uppsprettulindir og niðandi vötn minnar
tungu,
segir Jón Helgason, er hann fer undrandi
um bókanna raðir á Árnasafni. Á Þjóð-
minjasafninu stöndum við nær uppsprettu
íslenzkunnar en á nokkmm öðrum stað utan
hins stríðandi mannlífs. Þar birtist okkur
önn og leikur kynslóðanna, sem byggt hafa
þetta land um aldir; þar er bezt skráð list-
fengi þeirra og verkmenning. Bókin, Hundr-
að ár á Þjóðminjasafni — er eins konar
skuggsjá, sem veitir sýnir aftur í aldir.
Björn Þorsteinsson.
Hafnarstúdentar
skrifa heim
að er kunnara en frá þurfi að segja
hvem þátt íslenzkir Hafnarstúdentar
áttu í sögu lands síns á 19. öld. Bréf þeirra
eru því mikil fróðleiksnáma þeim sem kynn-
ast vilja þessu umbrotaskeiði íslenzkrar
sögu, og er óhætt að fullyrða að færra en
skyldi hefur komizt á prent af þeim bréf-
um sem varðveitt eru; óprentuð bréfasöfn
frá 19. öld eru mikil að vöxtum, bæði hér á
landi og í erlendum söfnum, en flestum er
erfitt um vik að hagnýta sér þau. Finnur
landsbókavörður Sigmundsson hefur gert ís-
lenzkum lesendum mikinn greiða með út-
gáfum sínum á íslenzkum bréfum; enda
þótt þar hafi venjulega verið um sýnishom
eða úrval en ekki um vísindalega útgáfu að
ræða, þá hafa bréfasöfn hans dregið fram
mikið efni sem áður var fáum eða engum
kunnugt, svo og orðið órækur vitnisburður
Umsagnir um bœkur
um það hvers vænta má í bréfasyrpum lið-
inna kynslóða.
Þetta úrval af bréfum Hafnarstúdenta er
bundið við tvö tímabil, eins og titillinn sýn-
ir;1 hvort þeirra nær yfir röskan áratug, og
tengsl milli þeirra eru nær engin, nema ef
telja má að Rasmus Rask kemur nokkuð
við sögu í báðum: í fyrri þættinum ber
nokkuð á góma deilu Baldvins Einarssonar
við Rask og þau tíðindi sem af henni spunn-
ust, í síðara hlutanum em birt allmörg bréf
um Rask-hneykslið svonefnda, ólætin út af
kvæði Þorsteins Erlingssonar sem ort var á
aldarafmæli Rasks.
Annars em þessi bréf sýnilega vabn þann-
ig að þau séu nokkurt sýnishom af daglegu
lífi stúdenta, vandamálum þeirra og við-
horfum til samtíðarinnar, svo og dómum
þeirra um samtíðarmenn, og er þar ósjald-
an kveðið óvægilega að orði eins og ung-
um mönnum er títt, og dómarnir ekki ein-
lægt rökstuddir svo sem sumum myndi
þykja heppilegt. En bréfin eru ekki skrifuð
með það í huga að þau kæmust nokkum-
tíma á prent, og sýna okkur oftast nær hug-
arfar bréfritara þá stundina sem bréfið varð
til, og má oft draga af því ýmsan lærdóm,
enda þótt allur sannleikurinn komi ekki
fram í bréfinu.
Þannig er t. d. ekki ófróðlegt að sjá
hvernig Magnús Stephensen kom Þorsteini
Helgasyni fyrir sjónir í Kaupmannahöfn
1825—26. Þorsteinn lýsir hégómaskap
Magnúsar með öllu hlífðarlaust og dregur
hvergi af, og er ólíku saman að jafna þeg-
ar hann lýsir Steingrími Jónssyni biskupi
og skiptum hans við tignarmenn í vígslu-
förinni. En margt bendir til að álit Þor-
steins á Magnúsi hafi verið býsna almennt
1 Ha/narstúdentar skrifa heim. Sendibréf
1825—1836 og 1878—1891. Finnur Sig-
mundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáf-
an 1963.
101