Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 118
Tímarit Máls og meaningar bóginn, og munu þeir komnir á skerjagarð- inn fyrir byggðinni um eða skömmu eftir 1400. Skrælingjar voru veiðimenn og gerðu til skamms tíma lítinn mun á hjörð og veiðidýrum; sauðir og hreindýr voru þeim jafnkærkomin bráð. Sauðaþjófnaður var einhver mesti glæpur, sem hægt var að fremja hér á landi. Það þarf lítið hug- myndaflug til þess að sjá, að lítið vinfengi hefur ríkt milli grænlenzkra bænda og Skrælingja, sem höfðu mjög takmarkaðan skilning á eignaréttinum og hljóta að hafa sótt í hjarðirnar, þegar veiðin brást þeim, og jafnvel einnig þegar ekki var hart á daln- um. Það er því rangt, sem segir á bls. 65, að engin ástæða hafi verið til blóðugra átaka milli Eskimóa og Grænlendinga. Grænlenzk- ar sagnir greina frá ófriði milli þjóðflokk- anna tveggja í landinu, og G. J. þýðir sög- una um Ungortok, síðasta Grænlendinginn, og birtir hana í eftirmála bókarinnar. En það voru fleiri hættur, sem steðjuðu að. Niels Egede, sonur Hans Egede Grænlands- postula, greinir sögn, sem angagok (anda- manari) í Igaliko segir honum um eyðingu biskupssetursins í Görðum, en samkvæmt henni herjuðu sjóræningjar byggðina. Þessi sögn hefur á sér meiri veruleikablæ en æv- intýrið um Ungortok og fellur ekki fyrir þeirri gagnrýni, að hún sé seint í letur færð (bls. 70), því að hún á sér einnig lengri bóklega geymd að baki. Englendingar sigldu um 100 skipa flota árlega til Islands á 15. öld; það var undirbúningsskóli þeirra í siglingalistinni. Þá var ógjörlegt að sigla áratugum saman frá Englandi norður yfir Atlantshaf án þess að hreppa svipaðar haf- villur og víkingar forðum og hrekjast til Grænlands. Hamborgarannálar greina, að íslandsför frá Hamborg hrekur til Græn- lands 1537 og ’39, og styður sú heimild frásögnina um Jón Grænlending, sem G. J. tilfærir á bls. 75. Honum eru vel kunnar þessar staðreyndir, en gætir þess ekki, að Garðar voru stjórnar- og menningarmiðstöð hinnar fornu Grænlandsbyggðar. Ef Görð- um var eytt, þá missti hin fámenna, ein- angraða útvarðstöð evrópskrar menningar á Grænlandi viðnámsþrótt sinn, lá sundruð eftir og beið tortímingar. 1 þann niund er Evrópumenn tygja sig til landnáms á vesturhveli jarðar, fellur sú þjóð í valinn, sem fyrst tók sér bólfestu í þeim heimshluta. Harðæri urðu henni ekki að aldurtila, ekki aðflutningsleysi, heldur virðist hún hafa molazt milli gráðugra reyf- ara og harðfengra steinaldarmanna. Vínland hiS góSa. Adam frá Brimum seg- ir í Hamborgarhistoríu, sem hann semur um 1070, að margir menn hafi fundið ey eina í úthafinu, og nefnist hún Vínland, af því að þar vaxi vínviður og einnig akrar sjálfsánir. Þessi fróðleikur er honum kom- inn frá hirð Dana konungs, Sveins Ulfsson- ar, og er það elzta heimild um Vínland. Tvær íslenzkar fomsögur, Grænlendinga saga, rituð seint á 12. öld, og Eiríks saga rauða, rituð um 100 ámm síðar, greina frá því, að víkingar fundu lönd vestan Græn- lands um 990 og fóru þangað nokkrar land- könnunarferðir. Um fjögurra dægra sigl- ingu í útsuður frá Grænlandi lá Helluland. Það var gróðurlaust, jöklar allt hið efra, „en sem ein hella væri alt til jöklanna frá sjónum". — Þriggja dægra siglingu sunnar lá Markland. „Það land var slétt og skógi vaxið, og sandar hvítir víða ... og ósæ- bratt“. — Um tveggja dægra siglingu (þ. e. 24 klst.) í útsuður frá Marklandi lá Vin- land. Þar var sólin um 6 klst. á lofti í skammdeginu. Samkvæmt því er talið, að Vínland hafi legið fyrir sunnan 50° n.br., en óvíst hve langt fyrir sunnan. Þetta er landaskipan Grænlendinga sögu. Hún er ekki beysin, en óheimilt er að álykta nokkuð um Vínlandsferðir annað en það, sem fær stoð í texta hennar, eins og síðar verður að vikið. 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.