Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
síða að lengd, og gegnt þeim á opnu eru
100 ljósmyndir af minjunum, sem um er
fjallað. „Þetta er alþýðlegt kynningarrit
um Þjóðminjasafnið, einstök dæmi, sem
eiga að koma fróðleiksfúsum lesanda á
bragðið," segir Eldjám í formála. Hér
mætti bæta því við, að bókin er engu síður
alþýðlegt kynningarrit á mikilvægum þátt-
um íslenzkrar menningarsögu.
Gripirnir, sem greint er frá, eru valdir
að nokkru með hliðsjón af því, hvenær þeir
bárust safninu. Fyrsti þátturinn er um
haugféð frá Baldursheimi, fyrstu gripina,
sem safnið eignaðist, en sá 100. um guð-
spjallamenn frá Staðarhóli, en þeir bárust
Þjóðminjasafninu 1962. Þessi röðun hefur
það í för með sér að efni bókarinnar verð-
ur tætingslegt, miðaldagripir lenda í nábýli
17. og 18. aldar minja og víðsfjarri ættingj-
um sínum. Skálahurðin frá Valþjófsstað
hefur sér á aðra hönd Nikulásarkaleik frá
Odda, en silfursjóðinn frá Gaulverjabæ á
hina, en þættir um fornan tréskurð eru
víðsfjarri. Steinþró Páls biskups rekur horn
upp úr kirkjugarðinum í Skálholti næst á
undan rennismiðju austan úr Öræfum, en
þá kemur útsaumuð altarisbrún frá Sönd-
um í Dýrafirði. Það er m. ö. o. ekkert „syst-
em i galskabet" nema ef vera kynni að það
opinberaðist í því að keraldi úr Dölum og
Snorralaug í Reykholti er stillt saman.
Eldjárn er maður listfengur og hefur
næmt auga fyrir samræmi hlutanna. Sýn-
ingarsalir Þjóðminjasafnsins bera vitni um
næma smekkvísi og trausta þekkingu hús-
ráðanda. Hann mundi telja það fráleitan
afkáraskap að raða gripum þar í tímaröð
eftir aðfangaskrám safnsins. Þótt úrtak
gripa til kynningar væri valið eftir því,
hvenær hlutimir bárust safninu, og reynt
væri á þann hátt að vekja hugboð um vöxt
þess, þá var jafnsjálfsagt að fella þá í
menningarsögulegan ramma, en tína þá
ekki fram af einhvers konar handahófi.
Myndaþættir Eldjárns minna mig á, að eitt
sinn missti prentari niður satsinn að kvæði
eftir Jónas Hallgrimsson. Línumar rugluð-
ust, og honum tókst miður hönduglega að
raða þeim saman að nýju. Einhver ósnjall-
ur maður virðist hafa hrært í gullakistu
þjóðminjavarðar að þessu sinni. Sá hræri-
grautur varpar auðvitað engri rýrð á grip-
ina, og vel tekst Eldjárni sem áður að rita
um þá, lýsa þeim og rekja sögu þeirra.
Myndaþættir Eldjárns eru frábærlega vel
ritaðir. Höfundur segist hafa reynt að grípa
niður á sem flestum sviðum og forðast eftir
megni að skrifa marga þætti um náskyld
efni. Islenzk alþýðulist, handíðir, verk-
menning, húsakynni og íslenzkar söguhetj-
ur horfinna alda stíga fram af síðum bók-
arinnar. Grundarstóllinn, lágur, breiður. al-
settur myndskurði birtist á einni opnunni.
Sessan er bæld, eins og hústrú Þórunn hafi
brugðið sér frá meðan myndin var tekin.
Hér bregður fyrir handaverkum höfuðsnill-
ingsins Iljalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði,
grafskrift séra Snorra Björnssonar á Húsa-
felli, myndskurði Bólu-Hjálmars og fjölda
gripa úr heiðni og kaþólskri kristni. Ein-
hverjir ágætustu gripir í eigu Þjóðminja-
safnsins eru altarisklæði frá miðöldum
saumuð með svonefndum refilsaum. For-
mæður okkar voru frábærar hagleikskonur
og lofa varðveitt verk þeirra meistarana.
Um hvem grip ritar Eldjám eina síðu,
hvorki meira né minna nema á eitthvað
þremur blöðum, þar sem myndin fylhr ekki
síðu; þar ritar hann lengra mál. Þótt hverj-
um myndaþætti sé skorinn stakkur á þenn-
an hátt, þá verður þess hvergi vart í textan-
um; hann er hvorki ofhlaðinn, þjappaður
né teygður. Hann er afburða skýr og glögg-
ur gæddur yl og dálítilli kímni.
Gísli Gestsson safnvörður hefur tekið
meginþorra myndanna í bókinni, og eru
þær allar góðar og margar frábærar. Lit-
myndir Mats Wibe Lund em mikið augna-
100