Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 79
af samúðar- og hamingjuóskabréfum,
en í fréttum var það helzt að á næsta
ári væru þeir, lúthersinnaðir Þjóð-
verjar, helzt að hugsa um að taka
upp gregorískt tímatal, enda bæri
tvennt til, að illt væri að búa við
tvenns konar tímatal í sama landi og
ef þetta drægist lengur myndi bilið
milli tímatalanna aukast. Þeir hvöttu
og hans hátign frænda sinn, að hafa
samflot með þeim í þessu efni, sem
og varð. Árið 1700 var gregoríska
tímatalið lögfest í lútherska hluta
Þýzkalands og sama ár í Danaveldi.
Sökum þess að Danir felldu niður
síðustu daga febrúarmánaðar þurftu
þeir raunverulega ekki að fella niður
nema 10 daga plús hlaupársdaginn
29. febrúar, sem vera átti skv. gamla
stílnum (júlíanska tímatalinu) en
ekki eftir því nýja.
Svíakonungur, minnugur Gústafs
Adolfs, vildi ekki dansa eftir pípu
páfans og þumbaðist við að taka upp
nýja tímatalið þar til 1753.
Svisslendingar höfðu tafizt af sinni
Kalvínstrú en komu 1813 og þurftu
fyrir vikið að fella 12 daga niður.
Japan kom í samfélagið 1873 og Kín-
verjar 1912, Búlgaría 1915. Á árinu
1917 bættust við ríkin Tyrkland og
Rússland. Á tuttugustu öldinni var
munurinn á tímatölunum orðinn 13
dagar (og skýrist þá hvers vegna af-
mæli októberbyltingarinnar er hátíð-
legt haldið 7. nóvember). Grikkland
rekur hér lestina árið 1923. Á bak við
Nokkur orS um tímataliS
þessar tafir og tölur er mikil saga, sem
ekki verður þó rakin hér.
V
Áður en við skiljum við þetta mál
er þó rétt að rifja upp, hve löng árin
okkar eru og hafa verið.
a) Stjömufræðingar telja að rétt
lengd ársins sé: 365, 2422 dagar, eða
með öðrum orðum 365 d. 5 st. 48 mín.
46 sek.
b) Ár Júlíusar Cesars, júlíanska
árið, var 365 d. og hlaupársdagur
fjórða hvert ár eða 365,25 d. með
öðrum orðum 365 d. 6 st. Það var
því 11 mín. og 14 sek. of langt.
c) Ár Gregoríusar páfa var 365 d.
og 97 hlaupársdagar á 400 árum, eða
365 365,2425 d. eða 365 d. 5
97
st. 49 mín. 12 sek. Það er því enn 26
sek. of langt, en það tekur 3323 ár
þar til sú skekkja nemur einum heil-
um sólarhringi. Reiknimenn hafa því
lagt til að árið 4000 og önnur ár
framtíðarinnar, sem deilanleg verða
með tölunni 4000 verði ekki hlaupár
og er vonandi að árið 4000 ríki frið-
ur og einþægni á þessum litla en
skrýtna hnetti, sem kallast Jörð, verði
hún ekki sprungin í loft upp.
VI
„Ný og nið skópu nýt regin
öldum að ártali.“
VajþrúSnismál.
Tímatal er reikningur með tíma-
einingar þar sem litlar einingar leggj-
69