Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 122
Timarit Máls og menningar hverja ákveðna siglingaleið sé að ræða, en ekki landkönnunarferð. „Þeir sigldu inn á fjörð einn. Þar lá ein ey fyrir utan; þar um voru straumar miklir; því kölluðu þeir hana Straumey ... Þeir kölluðu þar Straumfjörð ... Þar var fagurt landslag." I Grænlendinga sögu segir, að undan Leifsbúðum var eyja og grunnsævi, og féll þar á til sjávar, svo að nafnið Straumf jörður virðist einungis vera ályktun hans, en vatnsfallinu sleppir hann, því að honum er talsvert í mun að koma Vínlandi lengra suður á bóginn. Til þess að afsanna staðsetningu Vínlands í Grænlendinga sögu lætur hann Þorfinn og félaga hans lireppa heldur harða vist í Straumfirði, og gleymir því, sem áður var sagt um hveitið og vín- viðinn. Næsta sumar fór Karlsefni „suður fyrir landið ... Þeir fóru lengi og allt þar til, er þeir komu að á einni, er féll af landi ofan og í vatn eitt til sjávar. Eyrar voru þar mikl- ar og mátti eigi komast í ána, utan að há- flæðum. Þeir Karlsefni sigldu í ósinn og kölluðu í Hópi.“ Hér er enn sama staðhátta- lýsing og í Grænlendinga sögu, og ömefni gefið eftir þeirri lýsingu. „Þeir fundu þar á landi sjálfsána hveitiakra, þar sem lægðir voru, en vínvið allt þar sem holta vissi.“ Þá loks þykir höfundi hæfa, að þeir séu komn- ir til Vínlands. Staðfræði Eiríks sögu á Vínlandi eða sunnan Marklands mun í öllu soðin upp úr Grænlendinga sögu, en sniðin að landfræði- þekkingu lærðra íslendinga á 13. öld. Sigl- ingaleiðarlýsing Grænlendinga sögu stenzt enga gagnrýni landfræðinga, hvorki á 13. né 20. öld, en hún verður auðvitað litlu á- reiðanlegri í endurskoðaðri útgáfu Eiríks- söguhöfundar, úr því að Marklandi sleppir. Þangað náði landaþekking íslendinga í vestur á 13. öld, en um Vínland vissu þeir harla lítið. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði þessa margþvælda máls, en margt fleira mætti telja til stuðnings þeim skoðunum, sem hér eru settar fram. Sé Eiríks saga les- in með þær í huga, skín víða í gegn glíma höfundar við það að berja frásagnir Græn- lendinga sögu til hlýðni við landfræðiþekk- ingu sína. Hann getur í rauninni hvergi um fund Vínlands, en svarar staðsetningu þess í Grænlendinga sögu með harðindunum í Straumfirði. Vínland kemur óundirbúið inn í söguna eins og þekktur staður, áður en að þvi sé vikið, að menn hafi siglt þangað. Höfundurinn gerir einn leiðangur úr öll- um vesturferðum Grænlendinga sögu, senni- lega af því að hann hefur talið landið svo fjarlægt, að þangað skryppu menn ekki ein- skipa, eins og sú saga gefur í skyn, en einn- ig mun hann hafa viljað losna við voðaverk Freydísar Eiríksdóttur. Ef Vínland Grænlendinga sögu er Ný- fundnaland, munu margir telja nauðsyn- legt að breyta þar veðurfari, til þess að allt verði með felldu. Jarðvegsrannsóknir og frjókornagreining mun e. t. v. sanna, að veðrátta hafi verið þar nokkru mildari um árið 1000 en hún er í dag. Veðurfarsbreyt- ingar eru þó varla bráðnauðsynlegar til nafnfesti í þessu máli. Það er öllu þyngra á metunum, sem G. J. bendir á á bls. 86: „In land-naming as in other Leif was his father’s son.“ Nafnið Grænland var agnið, sem Eiríkur rauði beitti fyrir íslendinga til þess að ginna þá til Grænlandsferða, það er fyrsta Vesturfaraauglýsingin. „Sjaldan voru drykkjur á Grænlandi," segir í Fóst- bræðra sögu (22. kap.). Það er einhver tregablandnasta setning íslenzkra fornrita. Ekkert nafn hefur hljómað jafnseiðandi í eyrum langþyrstra Grænlendinga og Vín- land hið góða. Björn Þorsleinsson. 112
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.