Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 37
Dúfnaveislan bansettar hrúgur héldu áfram að hlaðast upp hvort okkur líkaði betur eða ver. Við kunnum aunga leið útúr því. Ekki í þessu lífi. En sem betur fer, al- valdið er miskunnsamt. Og nú fer þetta bráðum að styttast fyrir okkur, fæt- urnar á mér eru dánar uppí mitt læri. Datt yður aldrei í hug að víkja einhverju að þjóðþrifastofnun, segi ég. Jú, sagði buxnapressarinn. Ef einhversstaðar væri til stofnun sem gæti komið í veg fyrir að fábjánar komist yfir mikið af peníngum, þá vil ég styrkja hana. Ég hef oft hugsað um með hvaða ráðum ég gæti tildæmis gefið skatta- yfirvöldunum soldið af peníngum; eða að minsta kosti arfleitt þau að þeim. En það er alt eins: þeir hjá skattinum hafa ekki leyfi til að þiggja gjafir eftir lögunum. Þeir mega bara taka það sem þeim ber og ekki eyri þarframyfir. Hefur yður ekki dottið í hug að buga neinu að háskólanum? Háskólanum, sagði maðurinn hissa og hætti að pressa. Þetta sem eru há- mentaðir menn og ég rétt á takmörkunum að vera læs! Þeir gánga allir í frökkum. Ég hef aldrei eignast frakka. Buxnapressari ætti nú ekki annað eftir en gefa stórhöfðíngjum frakka. Hvað um styrktarsjóð handa skáldum? spyr ég. Eru þeir menn til nú á dögum, segir pressarinn. Þeir gánga að minsta kosti um götumar, segi ég. Og hafa ekki penínga? spyr hann og verður hissa aftur. Sumir kanski fyrir einum bjór, aðrir ekki, segi ég. Ja ekki getur asni einsog ég snúið sér1 að gáfumanni útá götu og farið að gefa honum bjór, sagði buxnapressarinn. Hvað ætli yrði sagt! Sjálfur hef ég aldrei smakkað bjór. Ég hef heyrt það sé vont. Og ég gat aldrei lært kvæði. Ég pressa það sem er utanum verra endann á fólki og er ekki einusinni verður þess að tala við hattamakara, aukinheldur skáld. Við eigum sálmabókina, sagði konan uppúr balanum. Þar er þessi blessaði sálmur eftir hann séra Pál heitinn Jónsson í Viðvík, Enn í trausti elsku þinn- ar. Það er óþarfi að kunna fleiri sálma. Vel á minst, kirkjan, segi ég. Þá held ég mætti styrkja hana. Á ég nú að fara að styrkja guðdóminn, sagði pressarinn. Nú, þá eru það barnaheimilin, segi ég — og þar tók buxnapressarinn við sér. Annað mál er það ef einhver vildi taka að sér að koma upp bamaheimili einsog þar sem ég var alinn upp; það væri lítill vegur ég styrkti slíkan mann — þó með því móti að sá hinn sami ábyrgðist að idjótar sem ælust þar upp gætu ekki eignast penínga. Viltu taka það að þér vinur? 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.