Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 14
Davíð Stefánsson látinn
Þar sem bærinn Fagriskógur stendur undir brattri fjallshlíð við Eyjafjörð
vestanverðan er eitt fegursta bæjarstæði á Islandi. Uppvið túnfótinn
brotna úthafsöldurnar á leið sinni inn fjörðinn. I norðaustri rís Kaldbakur,
blár og hvítur, rismikið fjall og svipþúngt. Af hlaðinu sést inn Galmarsströnd-
ina, grasigrónir móar og mýrar og lýngivaxnir ásar með gráum melkollum.
Uppfrá bænum gnæfir svo þúsund metra hátt Sólarfjallið, sem nú heitir að
vísu Kötlufjall, hlýlegt fjall nokkuð og gróið að mestu allt uppundir Hrossa-
hjalla. Fagriskógur var lítil jörð, einskonar hjálenda frá landnámsj örðinni
Galmarsstöðum, en þeir feðgar Stefánarnir, faðir og bróðir Davíðs gerðu
kotið að höfuðbóli og lögðu landnámsjörðina undir. Það hefur jafnan munað
um þá Fagraskógarmenn, þar sem þeir hafa tekið í árina. í því sambandi mun
rétt að nefna húsfreyjuna Ragnheiði Davíðsdóttur, er stýrði innan húss í
Fagraskógi áratugi af víðkimnum skörúngsskap svo leingi mun til vitnað.
Að Davíð Stefánssyni stóð traust fólk, skapríkt, dreinglynt og menntað.
Hann hafði góða heimanfylgju. Samband hans við fólk sitt var jafnan mjög
gott og skilníngsríkt á báða bóga. Hann átti víst athvarf í Fagraskógi hvernig
sem á stóð og mun sennilega alltaf hafa litið á sig sem heimamann þar. Þá
hélt hann alla tíð nokkrum kunníngsskap við sveitúnga sína og fylgdist með
þar í hreppnum. Mér finnst rétt að leggj a á þetta nokkra áherzlu, því trauðla
verða verk Davíðs metin og skilin að fullu gagni, nema gáð sé til uppruna
hans og heimafósturs. Davíð Stefánsson var meiri sveitamaður, í þess orðs
beztu merkíngu, en flest önnur skáld á íslandi.
A hlaðinu í Fagraskógi sá ég Davíð í fyrsta sinn. Hann var þá nálægt miðj-
um aldri, í blóma lífsins. Stór og hraustlegur. Teprulaus maður að sjá og bar
með sér svipmót ættar sinnar. Síðar sá ég hann nokkuð oft. Virðulegan á gángi
um götur Akureyrar. í gleðskap með sveitúngum sínum, þegar hann kom á
félagsheimilið, las upp ljóð sín, þáði í glas og dansaði við sveitakonurnar.
Allsstaðar bar hann með sér sjarmerandi reisn og kyrrlátt fas, en undirniðri
grunaði mann falinn eld, eitthvert tundur, er gæti hvenær sem væri breytzt í
funandi loga.
Fyrir hálfu öðru ári átti ég leið í bíl út ströndina framhjá Fagraskógi. Þar
4