Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 33
Dúfnaveislan Dúfur sýngja ekki, segir maðurinn. Þær kurra. Þær eru skyldar hænsnum. Ég hélt allir vissu að saungfuglar eru ljúffeingari en aðrir fuglar. Við sem höfum búið í Suðurlöndum étum ekki nema saungfugla. 0 það eru nú ekki allir sem éta saungfugla í Suðurlöndum, segir einhver. Allir? Hverjir eru þeir allir sem ekki éta saungfugla í Suðurlöndum? segir maðurinn. Spyrjið kardínálana, spyrjið alla kardinálana. Það kemur ekki mál við mig þó pokabiskupar fyrir norðan fjall éti hænsn. Rondinelle al grillo, segjum við fyrir sunnan. Hvað merkir það, sagði einhver. Einglirníngurinn svarar: þúsund miljón saungfuglar fljúga yfir landinu vor og haust; á vorin til fyrirheitna landsins, á haustin heim. Það er ástin og trúin sem knýr þá og þessvegna sýngja þeir; og þessvegna er kjötið af þeim gott. Við snörum þá. Við stíngum teini gegnum þá lifandi, aftanfrá og útum gogginn, tuttugu í senn. Við það breiða þeir út lappirnar og þenja brjóstið fyrir eldinn. Við steikjum þá volga. Fyrst sviðnar af þeim fiðrið, síðan bak- ast þeir innúr. Sá ilmur, minn herra! Fagurkerinn lagði aftur augun og safnaði fíngurgómum annarrar handar í púnkt sem hann margkysti smjattandi við endurminnínguna um þessa dá- samlegu fugla. Nú leið ekki á laungu áðuren obbinn af samkvæminu var búinn að fá hellu fyrir eyrun og farinn að sjá illa einsog tveir þeir fyrstu. Mátti segja að mál- staður blindra og daufra væri að sigra í samkvæminu. Þeir háværir menn sem nú stýrðu samræðum voru laungu hættir að gera tilraun til að hlusta hverir á aðra, enda flestir hættir að spyrja óþarfra spurnínga. Finstöku íslendíngar höfðu mist mælið með öllu og voru teknir til að grenja hljóðstafinn AA svo hátt að hið volduga alþjóðagistihús gnötraði á undirstöðum sínum. Þessa menn tók lögreglan í bóndabeygju og bar þá út. Ég sá að ýmsir voru farnir að kveðja sjakketklæddan kæmeistarann með virktum og fór ég að þeirra dæmi, sló þó uppá því við hann um leið hvort hann vildi ekki vísa mér til gestgjafans. Kæmeistarinn svarar: Hvað viljið þér honum? Hafið þér ekki feingið neitt, eða hvað? Jú mikil ósköp. En mér þótti leitt að ná ekki að heilsa honum. Nú lángar mig að kveðja hann. Mér var kent að maður ætti að þakka fyrir sig. Ég bið og segi, sagði kæmeistarinn. Gestgjafinn lifir jafngóðu lífi þó hon- um sé ekki þakkað. Mig lángar að segja honum hvað mér hafi þótt veislan góð, segi ég. 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.