Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 15
Tím-arit Máls og menningar
í túninu var aldraður maður á gángi, lotinn nokkuð og reikaði hægt um.
Þjóðskáld Íslendínga var á gaungu um sitt heimatún einsamall í síðslægjunni.
Þess munu fá dæmi að skáldið og verk þess séu svo samrýmd að þar verði
varla á milli greint, en maðurinn Davíð Stefánsson verður ekki skilinn frá
ljóðum sínum, fremur en þau frá manninum.
Úngur gáfumaður sagði eitt sinn að menníng væri meðal annars það, hvern-
ig maður tæki í hönd góðum félaga. Fáir munu átt hafa til hlýrra handtak en
Davíð Stefánsson.
Mörgum verða trúlega undrunarefni hin skjótu áhrif Davíðs og fljótfeingnu
vinsældir. Til skilníngs á því þarf fyrst og fremst kunnugleik á þeim tíma er
hann kom fram. Því lýriska tillfinníngaskeiði er Þórbergur hefur lýst meist-
aralega og nokkra þekkíngu á manninum sjálfum og uppruna hans. Eyfirzk
skapgerð hefur hvergi birzt svo nakin á sviði. Við höfðum að vísu áður eign-
azt skáld er ortu í svipuðum tón og ber þar einna hæst Stefán frá Hvítadal, en
þrátt fyrir Stefán var koma Davíðs eins og endurlausn, eins og fyllíng draums.
Hljóðfæri hans var ekki nýtt, en grip hans fersk. Það var meiri hljómur í
streingjunum, og þennan hlj óðfæraleikara grunaði einginn um fals eða
græsku. Hann fann til. Lögin, sem hann saung voru sönn, áttu allt sitt í honum
sjálfum. Hann boðaði lífsnautn hins hverfula augnabliks. Gleðin er til, en
sorgin og dauðinn á næsta leiti. Hann þekkti veðrin í manneskjunni og skildi
þau. Ekki skipaði hann sér í fylkingu. Tók ekki virkan þátt í félagslegri rétt-
indabaráttu samtíma síns, en fátækir og smáir áttu samúð hans. Fólkið hug
hans. Elskendur og syrgjendur hjarta hans.
Til munu þeir er geta gamnað sér við að finna smíðisgalla á skáldskap
Davíðs, ekki sízt í fyrri bókum hans, enda var hljómurinn honum tamari en
lógísk hugsun, saungurinn hugfólgnari en ákveðinn mótaður boðskapur.
Skáldskapur hans meiri tj áníng en íþrótt.
Davíð Stefánssyni hlotnaðist sú gæfa að vera skáld sinnar kynslóðar, þeirr-
ar er fyrst gat um frjálst höfuð strokið á íslandi eftir aldalánga kúgun. Þessa
kynslóð dreymdi stórt. Hún taldi sig borna til mikilla hluta og lifði merki-
legan tíma. Draumar kynslóðarinnar eru mikill aflvaki í Ijóðum Davíðs, og
þar fann hún þá búna orðum og hlj ómi.
Gripið mun verða til skáldskapar Davíðs Stefánssonar af margskonar til-
efnum leingi vel, en það er trú mín að þrátt fyrir allt muni Davíð Stefánsson
fyrst og fremst lifa sem saungvasmiður. Hlýr og hressilegur mun hann um
lánga framtíð ylja alþýðufólki, er það lyftir sér upp frá önnum og gerir sér
dagamun. Laung stund mun líða og margt hreytt áður en þessir saungvar
5