Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 119
Þeir, sem fjalla um þessi mál, verða að hafa hugfast, að Vínland virðist úr sögunni snemma á 12. öld; jafnvel Grænlendingar vita þá ekki gjörla, hvað orðið er af því. — Islenzkir samtímaannálar greina frá því við árið 1347, að „þá kom og skip af Græn- landi minna vexti en smá íslandsför_____ Það kom í Straumfjörð hinn ytra (þ. e. á Snæfellsnesi). Það var akkerislaust. Þar voru á 17 menn og höfðu farið til Mark- lands, en síðan orðið hingað hafreka." Þetta hefur varla verið eina skipið, sem gengið hefur milli Grænlands og Marklands á 13. og 14. öld. — Markland var m. ö. o. öruggari staðreynd í landafræði Grænlend- inga og þar með hins norska rfkis á mið- öldum en Vínland hið góða. Hingað til hafa engar óyggjandi forn- minjar, sem eignaðar verða víkingum eða evrópskum sæförum á miðöldum, fundizt í Norður-Ameríku. Árið 1961 vöktu rústir skammt frá þorpinu Lance-aux-Meadows, nyrzt á Nýfundnalandi, athygli Norðmanns- ins Helge Ingstads. Síðan hefur verið unnið að rannsóknum á rústum þessum og hlut- um, sem þar fundust. Þegar þetta er ritað, hefur ekkert komið fram, sem sannar ótví- rætt, að rústimar séu eftir evrópska sæfara á miðöldum. Meðan þannig standa sakir, er óheimilt að staðhæfa, að þar sé fundið Vín- land eða aðrir staðir, sem um getur í mið- aldabókmenntum um Vesturheimsferðir. Vitneskja okkar um siglingar víkinga til Norður-Amerfku hvílir enn sem komið er einungis á bóklegum fróðleik, og em höfuð- heimildimar íslendinga sögumar, en texta þeirra greinir á um nokkur veigamikil at- riði. Rannsókn á siglingum og landkönnun víkinga í Norður-Ameriku er einkum fólgin í rannsókn á textum hinna fomu rita. Allt til ársins 1956 voru skoðanir fræðimanna á heimilagildi þeirra ærið skiptar og óljósar og niðurstöðurnar í samræmi við það. Þá birti Jón Jóhannesson merkustu rannsókn, Umsagnir um bœkur sem hingað til hefur verið gerð á uppruna Vínlands sagnanna, og leiddi gild rök að því, að Grænlendinga saga væri eldri og áreiðanlegri heimild en Eiríks saga rauða, sem flestir höfðu áður talið höfuðheimild um Vínlandsferðirnar. Sú ritgerð markar tímamót í sögu þessa viðfangsefnis. G. J. rekur sögu Vínlandsferðanna í sam- ræmi við niðurstöður Jóns Jóhannessonar: Bjami Herjólfsson finnur Norður-Ameríku fyrstur hvítra manna um 990, en ekki Leif- ur Eiríksson um árið 1000, eins og áður var talið, o. s. frv. En þar með eru ekki öll vandkvæði leyst. Ritgerð Jóns er upphaf að rannsókn á texta sagnanna, en honum ent- ist ekki aldur til þess að Ijúka henni; það starf er enn óleyst. — Mikilvægustu niður- stöður hans em þær, að höfundur Eiríks sögu rauða notar Grænlendinga sögu sem aðalheimild sögu sinnar, en hann fer mjög frjálslega með efni hennar, hagræðir því og breytir á ýmsa lund með ákveðið markmið í huga. Sögumar greinir aðallega á í frásögninni um Leif heppna. Gunnlaugur Leifsson, munkur á Þingeyrum (d. 1219), samdi sögu til dýrðar kristniboðskónginum Ólafi Tryggvasyni. Þar gerir hann Leif að finn- anda Vínlands og kristniboða Grænlands. Gunnlaugur var meiri kirkjunnar maður en sannleikans og telst dálítið óáreiðanleg- ur sagnfræðingur. Hann gerir Leif að hetju guðskristni, en verið getur, að Leifur hafi snemma gerzt styrktarmaður kristninnar á Grænlandi. Menn virðast snemma hafa tek- ið frásagnir Gunnlaugs um trúboð Leifs trúanlegar, en þar með þurfti að umsemja Grænlendinga sögu til samræmis við hinn nýja vísdóm og gera hana kristnum mönn- um geðfelldara og uppbyggilegra lestrarefni en áður. Sú viðleitni kemur m. a. skýrt fram í frásögnum af framferði Freydísar Eiríks- dóttur á Vínlandi. Það er meira en vafasamt, er G. J. segir 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.