Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 88
Timarit Máls og menningar þessari spurningu fyrir mér um stund og mér hefur dottið í hug, hvort ekki væri einfaldast að leita skýringa á fyrirbærinu í veðurfræðinni. Svo sem kunnugt er hefur þessi vet- ur verið með eindæmum í sögunni, og mjög ólíkur þeim vetri, er undan gekk bænarskrá geistlegra og verald- legra höfðingja, sem samin er á al- þingi við Öxará árið 1680. Vorið gekk í garð í byrjun þorratungls með þeim afleiðingum, að allur gróður í landinu varð tímavilltur. Túnjurtir urðu grænar og tóku að spretta eins og kominn væri júní, blómjurtir í görðum sprungu út, birki og reynir brumuðu, og rabarbarinn í garðinum mínum reis upp úr mykjunni, sem borin var á hann í haust, rauður á stilk og grænn á blöð. Jurtaríki ís- lands hefur sem sagt misst af öllum miðum í þessu skrítna tíðarfari. Er þá nokkur furða þótt vart verði und- arlegra lífshræringa í laukagarði and- ans og háembættanna á íslandi? Þess- ir suðrænu laukar íslenzkrar menn- ingar voru þó ekki alveg eins bráð- látir og annar bjartsýnn gróður landsins í görðum og túnum. Þeir báru ekki blóm fyrr en í byrjun góu. Þess er nefnilega getið í aðfaraorð- um Áskorunarinnar, að undirskrift- irnar hafi farið fram dagana 20. fe- brúar til 12. marz. Þessir laukar eru sýnilega ekki eins hjátrúarfullir og íslenzka þjóðin: hún hefur jafnan tal- ið góugróður vita á illt sumar. En við skulum aftur fara augum um þessa snemmsprottnu lauka og at- huga hvar í garði þeir voru gróður- settir. Það er ekki um að villast: að meiri hluta eru þetta skrautjurtir í görðum viðreisnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, hinar eru úr urtagarði Framsókn- ar. En hver er saga þessara flokka og sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli ? Hún er í stuttu máli þessi: Þeir veittu hemum upphaflega leyfi til að reka sj ónvarpsstöð á vellinum, án þess að spyrja Alþingi, og brutu þannig þau landslög, sem fjalla um útvarpsrekst- ur. Árið 1958 fór herstjómin fram á stækkun sj ónvarpsstöðvarinnar, en Kristinn Guðmundsson þáverandi ut- anríkisráðherra synjaði um leyfið. Vorið 1961 veitti Guðmundur f. Guð- mundsson, utanríkisráðherra Alþýðu- flokksins, leyfi til að fimmfalda sendi- kraft sj ónvarpsstöðvarinnar, og var það enn frekara brot á landslögum en hið fyrra. Hinn 28. febrúar 1962 bar Alþýðubandalagið fram tillögu til þingsályktunar um afturköllun á sjónvarpsleyfinu. Þetta var sem sagt tveimur árum áður en áskorunar- skjalið gekk á milli sextíumenning- anna — en þá vottaði ekki fyrir blómi á neinum lauk, nema einum, Þórhalli Vilmundarsyni prófessor. Þrátt fyrir sæmilegt árferði sprungu hinir fríðu laukar vorir út réttum tveimur árum of seint. Þegar krafan um afturköllun sjón- 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.