Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 120
Tímarit Máls og menningar (bls. 83), að báðar sögurnar geymi frum- heimildir um Vínlandsferðirnar. Það er ekki með neinni vissu hægt að benda á, að höf. Eiríks sögu hafi haft mikið „original material" til úrvinnslu. Aðalheimildir hans munu hafa verið rit Gunnlaugs Leifssonar og Grænlendinga saga og almennur land- fræðivísdómur fróðra og lærðra manna um hans daga. Jón Jóhannesson bendir á, að höfundur Eiríks sögu hafi „búið til söguna um Þorbjörgu lítilvölvu“. Þar með er ekki sagt, að sú frásögn sé ekki sæmileg menn- ingarsöguleg heimild, þótt hún eigi ekkert skylt við sögu Guðríðar Þorbjamardóttur. Þegar þannig er ástatt um vinnubrögð höf- undar, verður ekki mikill trúnaður lagður á sögur hans um Þórhall veiðimann og Bjarna Grímólfsson. Einhvern Bjama varð hann að hafa í sögunni. Skip þeirra beggja hrekur undir Irland, en þangað bar einnig Eirík rauða, þegar hann hrakti „um haf innan“. Samkvæmt landfræðihugmyndum höfundar liggur írland í engri órafjarlægð frá löndum Vesturheims. Jón Jóhannesson hefur skýrt, af hverju sú landfræðiskekkja er sprottin, en sögur, samdar til skýringar á vitlausri landafræði, eru skáldskapur. Fróðleikurinn um ferðir þeirra Þorfinns karlsefnis og Grænlendinga til Norður- Ameríku um aldamótin 1000 mun hafa varðveitzt í ætt hans. Snorri Þorfinnsson, fæddur á Vínlandi, var langafi Brands bisk- ups Sæmundssonar á Hólum (d. 1201). Á dögum Brands og jafnvel undir handar- jaðri hans mun Grænlendinga saga hafa verið rituð. Hún hefur á sér allt snið trú- verðugra frásagna, er dálítið frumstæð í framsetningu og byggingu og er grundvöll- urinn að þekkingu okkar á Vínlandsferðun- um. Sagan virðist frá fyrsta skeiði sagna- ritunarinnar og sett saman fyrir syndafall sagnalistarinnar og áróðursins á íslandi. G. J. leggur fyrstur frásögn Grænlend- inga sögu til grundvallar í riti um Vínlands- ferðirnar. Bók hans er merkur áfangi á leið þessa rannsóknarefnis. Margt er þar skarp- lega athugað og vel sagt, en sú aðferð, að fylgja texta Grænlendinga sögu, en auka síðan frásögnina viðbótum úr Eiríks sögu, er að engu hafandi, meðan ekki er ljóst, að viðbæturnar séu annað en 13. aldar diktur. Menn hafa um allangt skeið reynt að staðsetja þau lönd, sem víkingar fundu í Norður-Ameríku, en ekki orðið alls kostar á eitt sáttir. Það mun enginn teljandi á- greiningur um það, að Helluland sé suður- hluti Baffinslands, Markland sé Labrador- ströndin og jafnvel norðurhluti Nýfundna- lands, en Vínland hafa menn sett á ýmsa staði allt norðan frá nyrzta hluta Nýfundna- lands og suður til New York eða jafnvel farið með það enn lengra suður. Landfræðisaga Vínlands er eitthvað á þessa leið: Um 990 finna norrænir menn stað á aust- urströnd Norður-Ameríku, sennilega ein- hvers staðar fyrir sunnan 50° n.br. (St. Lawrence-flóann eða White Bay á Ný- fundnalandi og) nefna hann Vínland ann- aðhvort í áróðursskyni eða af því að Þjóð- verji, sem var með leiðangrinum (Tyrkir, sennilega frá Túringen), þótti landskostum svipa til vínyrkjuhéraða Suður-Þýzkalands. Nafnið verður til þess að draga að sér sagnir um sælueyjar; þar á að vaxa vínvið- ur og sjálfsánir akrar (Adam frá Brimum). I byrjun 12. aldar hafa menn mjög óljós- ar hugmyndir um legu Vínlands, en þá gera Grænlendingar út leiðangur að leita þess, en um hann er ekkert vitað að öðru leyti. Seint á 12. öld mun Grænlendinga 6aga samin, en þar segir svo af ferðum Leifs heppna, að hann sigldi tvö dægur landnyrð- ingsveður af Marklandi, „áður þeir sáu land ... og komu að ey einni, er lá norður af landinu". Síðan sigldu þeir „í sund það, er lá milli eyjarinnar og ness þess, er norð- ur gekk af landinu; stefndu í vesturætt fyr- 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.