Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 68
Tímarit Máls og menningar
— Vegspotti! Vegstúfur! ... — ávarpaði hvít dúfa Hvíta veginn, en hvíti
vegurinn daufheyrðist. Hún vildi að hann gæfi sér sál Meistarans, sem lækn-
ingu gegn draumum. Dúfur og börn þjást af þessum sama sjúkdómi.
— Vegspotti! Vegstúfur! ... — ávarpaði Rauða veginn rautt hjarta, en
Rauði vegurinn daufheyrðist. Hjartað vildi dreifa huga hans, svo vegurinn
gleymdi sál Meistarans. Hjörtun, líkt og þjófarnir, skila ekki gleymdum hlut.
— Vegspotti! Vegstúfur! ... — ávarpaði Græna veginn grænn forsælu-
runni, en Græni vegurinn daufheyrðist. Runninn vildi að sál Meistarans létti
á skuld hans við laufþykkni og skugga.
Hversu mörg tungl héldu vegirnir áfram göngunni?
Hversu mörg tungl héldu vegirnir áfram göngunni?
Sá léttfættasti, Dökki vegurinn, sá sem enginn ávarpaði á göngunni, áði í
borginni, hélt yfir torgið, og í markaðshverfinu seldi hann hlut af sál Meistar-
ans kaupmanni Ómetanlegra skartgripa fyrir örskamma hvíld.
Þetta var stund hvítu kattanna. Allsstaðar voru þeir á þeytingi. Rósabeðin
stóðu undrandi! Skýin líktust þvotti á stögum himinsins.
Óðar en Meistarinn vissi gerðir Dökka vegarins tók hann aftur á sig mann-
legt gervi, steig úr plöntulíkinu í lækjarsprænu, sem óx undan roðnandi mána
líkum möndlublómi, og skundaði til borgarinnar.
Eftir sólarhringsferð náði hann dalnum við fyrstu mörk kvöldskugganna,
þegar féð var rekið úr hjásetunni. Hann ávarpaði smalana, sem svöruðu
spurningum hans einsatkvæðisorðum, kindarlegir á svipinn líkt og andspænis
húmvofu, vegna græna dragkyrtilsins og rauðbirkna skeggsins.
í borginni hélt hann í sólsetursátt. Menn og konur komu saman umhverfis
almenningsvatnsbólin. Bunan sendi frá sér smelli kossa, þegar vatnið fyllti
krukkurnar. Og með handleiðslu skugganna fann hann í markaðshverfinu
hlut af sál sinni seldan af Dökka veginum kaupmanni Ómetanlegra skartgripa.
Brotið varðveitti hann á botni kristalskistils með gulllæsingum.
Umsvifalaust veik hann sér að Kaupmanninum, sem reykti úti í horni, og
bauð hundrað mæliker perla í brotið.
Kaupmaðurinn brosti að einfeldni Meistarans. Hundrað mæliker perla?
Nei, hans skartgripir voru ómetanlegir!
Meistarinn hækkaði tilboð sitt. Kaupmenn þrauka unz mælir þeirra fyllist.
Hann vildi gefa honum smaragða stóra sem maískorn, hundrað dagsláttur,
heilt stöðuvatn smaragða.
Kaupmaðurinn brosti að einfeldni Meistarans. Stöðuvatn smaragða? Nei,
hans skartgripir voru ómetanlegir!
58