Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 69
Þjóðsagan um Tatóönnu
Hann vildi gefa honum óskasteina, augu hindar til að kalla á regnið, fjaðr-
ir til að fljúga undan óveðri, mariguana í tóbakið ...
Kaupmaðurinn neitaði.
Hann ætlaði að gefa honum eðalsteina til að reisa mitt í smaragðsvatninu
höll gerða úr ævintýrum!
Kaupmaðurinn neitaði. Skartgripirnir hans voru ómetanlegir! — hvað
þýddu fleiri fortölur? — hann ætlaði að skipta á broti sálarinnar á mansals-
markaði fyrir fegurstu ambáttina.
Allt kom fyrir ekki þótt meistarinn legði að honum og byði allt í von um
endurheimt sálarinnar. Kaupmenn skortir hjarta.
Lindi tóbaksreyks skildi veruleikann frá drauminum, svörtu kettina frá
hvítu köttunum, og Kaupmanninn frá undarlega kaupandanum, sem við brott-
för sína hristi bandaskóna á þröskuldinum. Ryk táknar hölvun.
Að ári fjögur hundruð daga — heldur þjóðsagan áfram — hélt Kaupmað-
urinn yfir hæðadrögin. Hann kom frá löndum firðarinnar ásamt ambáttinni,
greiddri með sál Meistarans úr blóm-fugli, sem með nefinu breytti hunangs-
dögginni í liljubjöllur, og ríðandi fylgdarsveit þrjátíu þjóna.
— Veiztu ekki, — sagði Kaupmaðurinn amháttinni, hottandi á lestina —,
þú skalt í borg búa! Hús þitt verður höll, og allir þjónar mínir munu hlýðnast
orðum þínum, einnig ég, ef þú vilt!
— Þarna, — hélt hann áfram, annar vangi hans laugaður í sól —, verður
allt þín eign. Gimsteinn ertu, og ég er kaupmaður ómetanlegra skartgripa!
Þú ert andvirði hluta af sál, sem ég neitaði að fórna fyrir smaragðsvatn! .. .
í hengirúmi munum við horfa saman á sólsetrið og ris dagsins, iðjulaus,
hlustandi á söguþul gamallar seiðkonu, sem þekkir örlög mín. Örlög mín, seg-
ir hún, eru læst í greip risastórrar handar; einnig þekkir hún örlög þín, viljir
þú vita þau.
Ambáttin renndi augum yfir landslagið uppleyst í fölbláum litum, sem
fjarlægðin deyfði. Trén meðfram stígnum ófu glettinn myndvefnað giiipils.2
Fuglarnir virtust líða áfram sofandi, vænglausir, í lygnum himinsins; og í
granítþögninni virtist nasahlástur áburðardýranna á leið upp brekkuslóðann
glæðast mannlegum hljómi.
Ambáttin var nakin. Yfir brjóst hennar hékk dökkt hárið skósítt, bundið í
fléttu líktist það höggormi. Kaupmaðurinn var skrýddur gullvefjarklæðum, en
baki hans skýldi áhreiða úr gimburull. Fölleitur og ástfanginn; við köldusótt-
2 skokkur, ermalaus kjóll ofinn með dýramyndum eða skrautmynstri, sem indíánakonur
bera.
59