Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 69
Þjóðsagan um Tatóönnu Hann vildi gefa honum óskasteina, augu hindar til að kalla á regnið, fjaðr- ir til að fljúga undan óveðri, mariguana í tóbakið ... Kaupmaðurinn neitaði. Hann ætlaði að gefa honum eðalsteina til að reisa mitt í smaragðsvatninu höll gerða úr ævintýrum! Kaupmaðurinn neitaði. Skartgripirnir hans voru ómetanlegir! — hvað þýddu fleiri fortölur? — hann ætlaði að skipta á broti sálarinnar á mansals- markaði fyrir fegurstu ambáttina. Allt kom fyrir ekki þótt meistarinn legði að honum og byði allt í von um endurheimt sálarinnar. Kaupmenn skortir hjarta. Lindi tóbaksreyks skildi veruleikann frá drauminum, svörtu kettina frá hvítu köttunum, og Kaupmanninn frá undarlega kaupandanum, sem við brott- för sína hristi bandaskóna á þröskuldinum. Ryk táknar hölvun. Að ári fjögur hundruð daga — heldur þjóðsagan áfram — hélt Kaupmað- urinn yfir hæðadrögin. Hann kom frá löndum firðarinnar ásamt ambáttinni, greiddri með sál Meistarans úr blóm-fugli, sem með nefinu breytti hunangs- dögginni í liljubjöllur, og ríðandi fylgdarsveit þrjátíu þjóna. — Veiztu ekki, — sagði Kaupmaðurinn amháttinni, hottandi á lestina —, þú skalt í borg búa! Hús þitt verður höll, og allir þjónar mínir munu hlýðnast orðum þínum, einnig ég, ef þú vilt! — Þarna, — hélt hann áfram, annar vangi hans laugaður í sól —, verður allt þín eign. Gimsteinn ertu, og ég er kaupmaður ómetanlegra skartgripa! Þú ert andvirði hluta af sál, sem ég neitaði að fórna fyrir smaragðsvatn! .. . í hengirúmi munum við horfa saman á sólsetrið og ris dagsins, iðjulaus, hlustandi á söguþul gamallar seiðkonu, sem þekkir örlög mín. Örlög mín, seg- ir hún, eru læst í greip risastórrar handar; einnig þekkir hún örlög þín, viljir þú vita þau. Ambáttin renndi augum yfir landslagið uppleyst í fölbláum litum, sem fjarlægðin deyfði. Trén meðfram stígnum ófu glettinn myndvefnað giiipils.2 Fuglarnir virtust líða áfram sofandi, vænglausir, í lygnum himinsins; og í granítþögninni virtist nasahlástur áburðardýranna á leið upp brekkuslóðann glæðast mannlegum hljómi. Ambáttin var nakin. Yfir brjóst hennar hékk dökkt hárið skósítt, bundið í fléttu líktist það höggormi. Kaupmaðurinn var skrýddur gullvefjarklæðum, en baki hans skýldi áhreiða úr gimburull. Fölleitur og ástfanginn; við köldusótt- 2 skokkur, ermalaus kjóll ofinn með dýramyndum eða skrautmynstri, sem indíánakonur bera. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.